Áströlsk kona sögð hafa afhöfðað móður sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 11:51 Lögreglan í Sydney að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Brook Mitchell Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Lögreglan hefur ekki staðfest hvaða áverka móðirin hlaut en ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi verið afhöfðuð í Sydney borg í Ástralíu á aðfaranótt sunnudags. Brett McFadden, yfirrannsóknarlögreglumaður, lýsti aðkomunni á vettvangi sem „meðal þeirra eftirtektarverðustu og viðbjóðslegustu glæpavettvanga sem lögreglan hefur séð,“ og bætti við að áverkar á fórnarlambinu hafi verið „heilmiklir.“ Hann sagði lögregluna telja að mæðgurnar hafi rifist og hafi rifrildið orðið ofbeldisfullt. Ástralskir miðlar hafa nafngreint konuna og á hún að hafa heitið Rita Camilleri. Hún var 57 ára gömul. Lögregla hefur enn ekki staðfest þetta. Nágrannar hennar hringdu á lögregluna á aðfaranótt sunnudags vegna láta og fannst lík móðurinnar á heimilinu og var það illa leikið. Dóttirin var handtekin fyrir utan heimili nágranna og fjögurra ára gamli drengurinn var færður á sjúkrahús vegna smávægilegra höfuðáverka segir lögregla. Lögreglumönnum sem unnu á vettvangi hefur verið boðin sálfræðiaðstoð. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru að vinna sig í gegn um öll gögnin sem við höfum en þetta mál er mjög flókið og rannsóknin erfið,“ bætti McFadden við. „Hún er líka á frumstigi og eins og þið eflaust skiljið er enn mjög langt í land.“ Hann sagði í samtali við The Australian Broadcasting Corporation: „Við teljum á þessu stigi málsins að nokkrir hnífar hafi verið notaðir á meðan á atvikinu stóð.“ „Ég get ekki greint frá því hvers konar hnífar það voru.“ Dóttirin, sem ástralskir miðlar hafa nefnt sem Jessicu Camilleri, 25 ára, hefur komið fyrir dóm og beðið hefur verið um að heilsa hennar verði metin. Hún sagði við dóminn að hún væri andlega veik og ætti við fleiri veikindi að stríða og bætti við: „Ég gat ekki einu sinni þvegið mér almennilega þegar ég fór í sturtu til að ná öllu blóðinu af mér.“ Ástralía Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Lögreglan hefur ekki staðfest hvaða áverka móðirin hlaut en ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi verið afhöfðuð í Sydney borg í Ástralíu á aðfaranótt sunnudags. Brett McFadden, yfirrannsóknarlögreglumaður, lýsti aðkomunni á vettvangi sem „meðal þeirra eftirtektarverðustu og viðbjóðslegustu glæpavettvanga sem lögreglan hefur séð,“ og bætti við að áverkar á fórnarlambinu hafi verið „heilmiklir.“ Hann sagði lögregluna telja að mæðgurnar hafi rifist og hafi rifrildið orðið ofbeldisfullt. Ástralskir miðlar hafa nafngreint konuna og á hún að hafa heitið Rita Camilleri. Hún var 57 ára gömul. Lögregla hefur enn ekki staðfest þetta. Nágrannar hennar hringdu á lögregluna á aðfaranótt sunnudags vegna láta og fannst lík móðurinnar á heimilinu og var það illa leikið. Dóttirin var handtekin fyrir utan heimili nágranna og fjögurra ára gamli drengurinn var færður á sjúkrahús vegna smávægilegra höfuðáverka segir lögregla. Lögreglumönnum sem unnu á vettvangi hefur verið boðin sálfræðiaðstoð. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru að vinna sig í gegn um öll gögnin sem við höfum en þetta mál er mjög flókið og rannsóknin erfið,“ bætti McFadden við. „Hún er líka á frumstigi og eins og þið eflaust skiljið er enn mjög langt í land.“ Hann sagði í samtali við The Australian Broadcasting Corporation: „Við teljum á þessu stigi málsins að nokkrir hnífar hafi verið notaðir á meðan á atvikinu stóð.“ „Ég get ekki greint frá því hvers konar hnífar það voru.“ Dóttirin, sem ástralskir miðlar hafa nefnt sem Jessicu Camilleri, 25 ára, hefur komið fyrir dóm og beðið hefur verið um að heilsa hennar verði metin. Hún sagði við dóminn að hún væri andlega veik og ætti við fleiri veikindi að stríða og bætti við: „Ég gat ekki einu sinni þvegið mér almennilega þegar ég fór í sturtu til að ná öllu blóðinu af mér.“
Ástralía Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira