Notuðu teppi til að grípa þriggja ára dreng sem féll niður sex hæðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 08:42 Barnið slapp ómeitt frá fallinu. Skjáskot Hópur manna bjargaði þriggja ára kínverskum dreng sem hékk fram af svölum á sjöttu hæð í íbúðarblokk í kínversku borginni Chongqing í gær. Þegar drengurinn missti takið féll hann á teppi sem vegfarendur héldu á milli sín fyrir neðan svalirnar.Á myndbandi sem birt er á vef BBC og sjá má hér að neðan, sést hvernig drengurinn heldur í svalirnar áður en hann dettur niður í átt að jörðu. Zhu Yanhui, starfsmaður í íbúðarhúsnæðinu segist í viðtali við BBC hafa tekið eftir að drengurinn hafi hangið fram af svölunum. „Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að hlaupa þangað og reyna að grípa hann með berum höndum en það hefði líklega ekki tekist,“ sagði Zhu. Starfsmenn og íbúar söfnuðust saman og náðu sér í stórt teppi í von um að grípa mætti drenginn. Í viðtali við BBC segir Zhu að þau hafi verið efins um að teppið myndi duga til að draga úr fallinu en þau hafi engu að síður látið reyna á það enda lítill tími til stefnu. Skömmu eftir að teppinu var komið fyrir missti drengurinn takið og féll niður á teppið. Í frétt BBC segir að farið hafi verið með drenginn á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann hafi sloppið ómeiddur frá fallinu. Lögreglan í Chongqing segir að hann hafi verið í umsjá ömmu sinnar sem skildi drenginn eftir einan í íbúðinni á meðan hún fór í matvörubúð. Kína Tengdar fréttir Greip barn sem féll út um glugga Atvikið náðist á öryggismyndavél. 27. júní 2019 07:42 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Hópur manna bjargaði þriggja ára kínverskum dreng sem hékk fram af svölum á sjöttu hæð í íbúðarblokk í kínversku borginni Chongqing í gær. Þegar drengurinn missti takið féll hann á teppi sem vegfarendur héldu á milli sín fyrir neðan svalirnar.Á myndbandi sem birt er á vef BBC og sjá má hér að neðan, sést hvernig drengurinn heldur í svalirnar áður en hann dettur niður í átt að jörðu. Zhu Yanhui, starfsmaður í íbúðarhúsnæðinu segist í viðtali við BBC hafa tekið eftir að drengurinn hafi hangið fram af svölunum. „Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að hlaupa þangað og reyna að grípa hann með berum höndum en það hefði líklega ekki tekist,“ sagði Zhu. Starfsmenn og íbúar söfnuðust saman og náðu sér í stórt teppi í von um að grípa mætti drenginn. Í viðtali við BBC segir Zhu að þau hafi verið efins um að teppið myndi duga til að draga úr fallinu en þau hafi engu að síður látið reyna á það enda lítill tími til stefnu. Skömmu eftir að teppinu var komið fyrir missti drengurinn takið og féll niður á teppið. Í frétt BBC segir að farið hafi verið með drenginn á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann hafi sloppið ómeiddur frá fallinu. Lögreglan í Chongqing segir að hann hafi verið í umsjá ömmu sinnar sem skildi drenginn eftir einan í íbúðinni á meðan hún fór í matvörubúð.
Kína Tengdar fréttir Greip barn sem féll út um glugga Atvikið náðist á öryggismyndavél. 27. júní 2019 07:42 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira