Frétt fyrir rétt Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. júlí 2019 07:00 Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Málið er eitt af fjölmörgum úr ranni Seðlabankans undanfarið sem virðist ekki þola dagsljósið. Forsaga málsins er að í fyrra óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá bankanum um samning sem Már Guðmundsson bankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti dýrt nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu. Samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Verðmæti samningsins var hátt á annan tug milljóna, hefur blaðið eftir heimildum. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar um samninginn. Blaðamaðurinn sneri sér þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum starfslokasamning Ingibjargar. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum. Nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku og dómsmál gegn blaðamanni Fréttablaðsins verður þingfest eftir helgi. Þessi furðulega vegferð Seðlabanka Íslands, opinberrar stofnunar, er ekki einsdæmi. Leitun er að stofnun sem gerir blaðamönnum erfiðara fyrir að afla upplýsinga. Oft hefur þurft að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðu stofnana við að upplýsa um brýn mál. Fjölmiðlarnir þurfa svo að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem varða almenning. Í þessu tilfelli til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi hátt á annan tug milljóna fyrir starfslok embættismanns. Bankinn, undir forystu Más, hefur stofnað til fjölda mála sem ekki þola skoðun. Alvarlegast er að fjöldi mála hefur skaðað einstaklinga og fyrirtæki – bankinn hefur verið gerður afturreka með tugi mála eftir kærur. Svo hefur hann útdeilt stjórnvaldssektum á fjölda fyrirtækja sem dómstólar fella úr gildi jafnharðan. Alltaf stendur á svörum frá bankanum. Minni mál, líkt og kaup á jólagjöfum til starfsmanna og spurningar um af hverju verk eftir Gunnlaug Blöndal var fjarlægt af einni skrifstofu bankans, vefjast ekki síður fyrir stjórnendum en stóru málin. Bankaráðið, sem á að veita stjórnendum bankans aðhald, stendur ekki í stykkinu. Stjórnmálamenn hafa skilað auðu og leyft embættismönnum að ganga sjálfala. Það ríkir óstjórn í bankanum. Seðlabankinn skýlir sér bak við sjálfstæði, en það nær til peningastefnunnar en ekki rekstrar. Það gefur honum ekki heimild til að haga sér eins og ríki í ríkinu. Tími er til kominn að seðlabankastjóri dragi höfuðið upp úr sandinum. Hann getur alveg frestað hinu óumflýjanlega en um óstjórnina í Seðlabankanum verður fjallað þó að þóttafullum stjórnendum bankans líki það illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Málið er eitt af fjölmörgum úr ranni Seðlabankans undanfarið sem virðist ekki þola dagsljósið. Forsaga málsins er að í fyrra óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá bankanum um samning sem Már Guðmundsson bankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti dýrt nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu. Samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Verðmæti samningsins var hátt á annan tug milljóna, hefur blaðið eftir heimildum. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar um samninginn. Blaðamaðurinn sneri sér þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum starfslokasamning Ingibjargar. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum. Nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku og dómsmál gegn blaðamanni Fréttablaðsins verður þingfest eftir helgi. Þessi furðulega vegferð Seðlabanka Íslands, opinberrar stofnunar, er ekki einsdæmi. Leitun er að stofnun sem gerir blaðamönnum erfiðara fyrir að afla upplýsinga. Oft hefur þurft að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðu stofnana við að upplýsa um brýn mál. Fjölmiðlarnir þurfa svo að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem varða almenning. Í þessu tilfelli til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi hátt á annan tug milljóna fyrir starfslok embættismanns. Bankinn, undir forystu Más, hefur stofnað til fjölda mála sem ekki þola skoðun. Alvarlegast er að fjöldi mála hefur skaðað einstaklinga og fyrirtæki – bankinn hefur verið gerður afturreka með tugi mála eftir kærur. Svo hefur hann útdeilt stjórnvaldssektum á fjölda fyrirtækja sem dómstólar fella úr gildi jafnharðan. Alltaf stendur á svörum frá bankanum. Minni mál, líkt og kaup á jólagjöfum til starfsmanna og spurningar um af hverju verk eftir Gunnlaug Blöndal var fjarlægt af einni skrifstofu bankans, vefjast ekki síður fyrir stjórnendum en stóru málin. Bankaráðið, sem á að veita stjórnendum bankans aðhald, stendur ekki í stykkinu. Stjórnmálamenn hafa skilað auðu og leyft embættismönnum að ganga sjálfala. Það ríkir óstjórn í bankanum. Seðlabankinn skýlir sér bak við sjálfstæði, en það nær til peningastefnunnar en ekki rekstrar. Það gefur honum ekki heimild til að haga sér eins og ríki í ríkinu. Tími er til kominn að seðlabankastjóri dragi höfuðið upp úr sandinum. Hann getur alveg frestað hinu óumflýjanlega en um óstjórnina í Seðlabankanum verður fjallað þó að þóttafullum stjórnendum bankans líki það illa.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun