Yfirdráttur Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun