Snúa aftur til vinnu í skugga sprengjuárásar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 10:00 Starfsfólk dönsku Skattstofunnar var slegið yfir fréttum þriðjudagsins og sagðist upplifa öryggisleysi þegar það ætti til vinnu í morgun í fyrsta sinn síðan sprengjuárás var gerð á vinnustaðinn. Vísir/EPA Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16