Innleiða þarf hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinn Vigdís Bergsdóttir og Dagur Bollason skrifar 8. ágúst 2019 07:00 Hringrásarhagkerfið hefur verið mikið í umræðunni síðastliðin ár sem arftaki línulega hagkerfisins og snýst um að aðlaga það að náttúrulegum ferlum. Í náttúrunni er ekkert sem heitir rusl en sá úrgangur sem fellur til er liður í hringrás – visnað lauf fellur til jarðar og verður að endingu mold.Hringrásarhagkerfið Hringrásarhagkerfið er tegund hagkerfis þar sem vörum og efni er haldið í notkun með endurnýtingu, viðgerðum og endurvinnslu. Þar er litið á úrgangsmyndun sem hönnunargalla þar sem efniviður er í stöðugri hringrás og á sér því ekki lokastöð eins og til dæmis í landfyllingu. Deilihagkerfið fellur síðan undir endurnýtingu þar sem nýting vara er hámörkuð með því að fólk deili þeim á milli sín. Dæmi um deilihagkerfi á Íslandi er til dæmis Tool Library á Granda þar sem verkfæri eru lánuð eins og á bókasafni gegnum sjálfbært viðskiptamódel. Nytjamarkaðir sem selja notaðan varning eru dæmi um endurnýtingu þar sem nýting vara eykst við endursölu og þar með þarf minna af auðlindum fyrir nýja hluti. Byggingariðnaðurinn mikilvægastur Á Íslandi er byggingariðnaðurinn ábyrgur fyrir gríðarlegri notkun auðlinda og myndun úrgangs. Um helmingur auðlindanýtingar jarðar kemur frá byggingariðnaðinum og telur hann um 40% úrgangs í Evrópu. Hins vegar er þetta talsvert flóknara en t.d. í matvælaiðnaðinum því vistferill bygginga er langur, illa rekjanlegur og með mörgum ólíkum hagsmunaaðilum. Ef við ætlum að ná markmiðum okkar í Parísarsamkomulaginu verður byggingariðnaðurinn að aðlaga sig að hringrænu kerfi þar sem byggingarefni er notað aftur og aftur í hringrás. Það er hægt bæði með beinni endurnýtingu eða með endurvinnslu þar sem gæði skerðast ekki. Á World Circular Economy Forum 2019 kom fram að 10-15% af byggingarefni er sóað í Evrópu meðan á framkvæmd stendur, en einnig kom fram að 60% af skrifstofurýmum eru ekki í notkun og helmingi Evrópubúa finnst þeir búa í of stóru húsnæði. Niðurvinnsla Umfang úrgangs er í raun ágæt mæling á það hversu skilvirk notkun samfélagsins á auðlindum og efniviði er. Í dag er hún mjög óskilvirk en árið 2018 bárust Sorpu 263 þúsund tonn af rusli og má gróflega áætla að um 40% af því komi frá byggingariðnaðinum. Enginn hefur formlegt eftirlit með byggingarúrgangi og athugar hvort hann sé flokkaður rétt. Grænni byggð fór í vettvangsferð í Álfsnes í maí síðastliðnum og þar gátum við séð þessa sóun með berum augum. Ónotaðir einingaveggir, rör, timbur, tankar og margt fleira sem hefði auðveldlega geta farið í endurnýtingu eða viðgerð var á leið í landfyllingu. Þessi úrgangur hefur aldrei verið kortlagður almennilega en ljóst er að mest af þeirri „endurvinnslu“ sem á sér stað er í raun niðurvinnsla (e. down-cycling) sem þýðir að efniviðurinn tapar gæðum sínum. Gler er eitt af þessum efnum sem hægt er að endurvinna aftur og aftur án þess að það tapi gæðum sínum. Hins vegar er það ekki gert því það mögulega vantar hvata til þess að koma slíkri starfsemi af stað og hagnaður af því fæst aðeins til langs tíma. Það eru til ýmsar lausnir til þess að varðveita gæði byggingarefna og með því að nýta þær getum við verið minna háð innflutningi á byggingarefni. Ef verktaki rífur niður byggingu þá er enginn ákveðinn farvegur til fyrir endurnotkun á t.d. gluggum og hurðum nema verktakinn finni not fyrir það sjálfur eða þekki til einhvers sem gæti nýtt það. Fyrir litlar framkvæmdir eru til vettvangar á netinu og sölustaður eins og Efnismiðlun Sorpu þar sem hægt er að endurselja. Lausnir? Það þarf að finna lausnir sem virka hérlendis. Í byrjun næsta árs verða komnar leiðbeiningar um meðhöndlun byggingarúrgangs frá Mannvirkjastofnun en þær eru einn liður í allsherjar átaki sem þarf að eiga sér stað. Það sem vantar nú eru stærri geymslusvæði til að geyma endurnýtanlegan efnivið. Íslendingar eru þekktir fyrir skapandi hæfileika sína og líklega vantar ekki hugmyndaflugið fyrir endurnýtingu heldur meiri aðgang að endurnýtanlegu efni. Opinber innkaup gætu einnig hjálpað innleiðingu hringrásarhagkerfisins með því að kaupa til landsins byggingarvörur úr hringrænu og umhverfisvænu framleiðsluferli. Hönnun bygginga þarf einnig að taka allan vistferil bygginga inn í myndina, sérstaklega viðhald og niðurrif. Rannsóknarverkefnið Building as Material Banks vinnur að því og hefur komið fram með ýmsar lausnir og alþjóðasamtökin World Green Building Council nýta einnig tengslanet sitt til þess að hafa áhrif á byggingariðnaðinn. Það er mikilvægt að nýta betur það sem nú þegar hefur verið byggt og forðast óþarfa niðurrif og nýbyggingu. Sem dæmi var gömlum heimavistum Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði breytt í Edduhótel sem starfa í dag sem Fosshótel. Í Hollandi var gerð tilraun þar sem leikhús var nýtt fyrir kennslustofur háskóla á daginn þegar starfsemin var lítil sem engin. Deilihagkerfið getur verið frábær lausn gegn neyslumenningu því það þurfa ekki allir að eiga hluti eins og verkfæri eða vinnurými. Þegar munir eru leigðir út er hagstæðast að geta leigt sem flestum í sem lengstan tíma sem gerir það að verkum að hagstæðara verður að framleiða vandaða hluti sem endast lengi og viðhalda þeim. Þetta hefur verið gert með byggingaríhluti þar sem ljósaframleiðandi selur ljós sem þjónustu en ekki vöru. Ljóst er að lausnirnar eru margar og núna er tími til þess að koma þessu í framkvæmd í hinu byggða umhverfi því það er til mikils að vinna ef við ætlum að ná markmiðum Parísarsáttmálans og vinna að sjálfbærri auðlindanotkun. Höfundar eru starfsmenn hjá Grænni byggð (Samtökum um vistvæna þróun byggðar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hringrásarhagkerfið hefur verið mikið í umræðunni síðastliðin ár sem arftaki línulega hagkerfisins og snýst um að aðlaga það að náttúrulegum ferlum. Í náttúrunni er ekkert sem heitir rusl en sá úrgangur sem fellur til er liður í hringrás – visnað lauf fellur til jarðar og verður að endingu mold.Hringrásarhagkerfið Hringrásarhagkerfið er tegund hagkerfis þar sem vörum og efni er haldið í notkun með endurnýtingu, viðgerðum og endurvinnslu. Þar er litið á úrgangsmyndun sem hönnunargalla þar sem efniviður er í stöðugri hringrás og á sér því ekki lokastöð eins og til dæmis í landfyllingu. Deilihagkerfið fellur síðan undir endurnýtingu þar sem nýting vara er hámörkuð með því að fólk deili þeim á milli sín. Dæmi um deilihagkerfi á Íslandi er til dæmis Tool Library á Granda þar sem verkfæri eru lánuð eins og á bókasafni gegnum sjálfbært viðskiptamódel. Nytjamarkaðir sem selja notaðan varning eru dæmi um endurnýtingu þar sem nýting vara eykst við endursölu og þar með þarf minna af auðlindum fyrir nýja hluti. Byggingariðnaðurinn mikilvægastur Á Íslandi er byggingariðnaðurinn ábyrgur fyrir gríðarlegri notkun auðlinda og myndun úrgangs. Um helmingur auðlindanýtingar jarðar kemur frá byggingariðnaðinum og telur hann um 40% úrgangs í Evrópu. Hins vegar er þetta talsvert flóknara en t.d. í matvælaiðnaðinum því vistferill bygginga er langur, illa rekjanlegur og með mörgum ólíkum hagsmunaaðilum. Ef við ætlum að ná markmiðum okkar í Parísarsamkomulaginu verður byggingariðnaðurinn að aðlaga sig að hringrænu kerfi þar sem byggingarefni er notað aftur og aftur í hringrás. Það er hægt bæði með beinni endurnýtingu eða með endurvinnslu þar sem gæði skerðast ekki. Á World Circular Economy Forum 2019 kom fram að 10-15% af byggingarefni er sóað í Evrópu meðan á framkvæmd stendur, en einnig kom fram að 60% af skrifstofurýmum eru ekki í notkun og helmingi Evrópubúa finnst þeir búa í of stóru húsnæði. Niðurvinnsla Umfang úrgangs er í raun ágæt mæling á það hversu skilvirk notkun samfélagsins á auðlindum og efniviði er. Í dag er hún mjög óskilvirk en árið 2018 bárust Sorpu 263 þúsund tonn af rusli og má gróflega áætla að um 40% af því komi frá byggingariðnaðinum. Enginn hefur formlegt eftirlit með byggingarúrgangi og athugar hvort hann sé flokkaður rétt. Grænni byggð fór í vettvangsferð í Álfsnes í maí síðastliðnum og þar gátum við séð þessa sóun með berum augum. Ónotaðir einingaveggir, rör, timbur, tankar og margt fleira sem hefði auðveldlega geta farið í endurnýtingu eða viðgerð var á leið í landfyllingu. Þessi úrgangur hefur aldrei verið kortlagður almennilega en ljóst er að mest af þeirri „endurvinnslu“ sem á sér stað er í raun niðurvinnsla (e. down-cycling) sem þýðir að efniviðurinn tapar gæðum sínum. Gler er eitt af þessum efnum sem hægt er að endurvinna aftur og aftur án þess að það tapi gæðum sínum. Hins vegar er það ekki gert því það mögulega vantar hvata til þess að koma slíkri starfsemi af stað og hagnaður af því fæst aðeins til langs tíma. Það eru til ýmsar lausnir til þess að varðveita gæði byggingarefna og með því að nýta þær getum við verið minna háð innflutningi á byggingarefni. Ef verktaki rífur niður byggingu þá er enginn ákveðinn farvegur til fyrir endurnotkun á t.d. gluggum og hurðum nema verktakinn finni not fyrir það sjálfur eða þekki til einhvers sem gæti nýtt það. Fyrir litlar framkvæmdir eru til vettvangar á netinu og sölustaður eins og Efnismiðlun Sorpu þar sem hægt er að endurselja. Lausnir? Það þarf að finna lausnir sem virka hérlendis. Í byrjun næsta árs verða komnar leiðbeiningar um meðhöndlun byggingarúrgangs frá Mannvirkjastofnun en þær eru einn liður í allsherjar átaki sem þarf að eiga sér stað. Það sem vantar nú eru stærri geymslusvæði til að geyma endurnýtanlegan efnivið. Íslendingar eru þekktir fyrir skapandi hæfileika sína og líklega vantar ekki hugmyndaflugið fyrir endurnýtingu heldur meiri aðgang að endurnýtanlegu efni. Opinber innkaup gætu einnig hjálpað innleiðingu hringrásarhagkerfisins með því að kaupa til landsins byggingarvörur úr hringrænu og umhverfisvænu framleiðsluferli. Hönnun bygginga þarf einnig að taka allan vistferil bygginga inn í myndina, sérstaklega viðhald og niðurrif. Rannsóknarverkefnið Building as Material Banks vinnur að því og hefur komið fram með ýmsar lausnir og alþjóðasamtökin World Green Building Council nýta einnig tengslanet sitt til þess að hafa áhrif á byggingariðnaðinn. Það er mikilvægt að nýta betur það sem nú þegar hefur verið byggt og forðast óþarfa niðurrif og nýbyggingu. Sem dæmi var gömlum heimavistum Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði breytt í Edduhótel sem starfa í dag sem Fosshótel. Í Hollandi var gerð tilraun þar sem leikhús var nýtt fyrir kennslustofur háskóla á daginn þegar starfsemin var lítil sem engin. Deilihagkerfið getur verið frábær lausn gegn neyslumenningu því það þurfa ekki allir að eiga hluti eins og verkfæri eða vinnurými. Þegar munir eru leigðir út er hagstæðast að geta leigt sem flestum í sem lengstan tíma sem gerir það að verkum að hagstæðara verður að framleiða vandaða hluti sem endast lengi og viðhalda þeim. Þetta hefur verið gert með byggingaríhluti þar sem ljósaframleiðandi selur ljós sem þjónustu en ekki vöru. Ljóst er að lausnirnar eru margar og núna er tími til þess að koma þessu í framkvæmd í hinu byggða umhverfi því það er til mikils að vinna ef við ætlum að ná markmiðum Parísarsáttmálans og vinna að sjálfbærri auðlindanotkun. Höfundar eru starfsmenn hjá Grænni byggð (Samtökum um vistvæna þróun byggðar)
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun