Tvíeggjað sverð Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. ágúst 2019 07:30 Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ólöf Skaftadóttir WOW Air Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar