Innlent

Búast áfram við rólegu veðri

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Sigurjón
Hæðin austur af landinu fer minnkandi og því má búast við norðaustlægri átt á morgun vegna lægðarinnar djúpt suður í hafi. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar er engu að síðu búist áfram við rólegu veðri. Skýjað að mestu en líkur á að eitthvað sjáist til sólar á Vesturlandi. Svo gott sem þurrt alls staðar, en þó má búast við stöku skúrum inn til landsins seinnipartinn. Hiti frá 8 stigum norðaustan- og austanlands, upp í 18 stig í innsveitum á Vesturlandi.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu á landinu og dálitlir skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á miðvikudag:

Hæg norðlæg átt og víða skýjað. Lítilsháttar rigning um landið sunnanvert, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Norðlæg átt 3-8, en 8-13 við strendur og á annsesjum fyrir norðan. Skýjað og lítilsháttar úrkoma norðan- og norðaustanlands og hiti 6 til 10 stig. Bjartviðri sunnan heiða, stöku skúrir síðdegis og hiti að 16 stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×