Biden enn miðpunktur athyglinnar á kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Biden er með forskot í skoðanakönnunum og hefur verið með lengi. Öll spjót stóðu því á honum í kappræðunum í gær. AP/Paul Sancya Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent