Allt að 86 vindmyllur í pípunum Sigurður Páll Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða. Nú síðast voru það 27 vindmyllur sem setja á upp í landi Sólheima í Laxárdal og eiga lægstu myllurnar að tróna í 150 metra hæð eða rúmlega á við tvöfalda Hallgrímskirkju. Þær vindmyllur bætast þá við þær 59 vindmyllur sem fyrirhugað er að rísi á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum. Íslendingar eru óvanir vindmyllum nema þá frá útlöndum enda hefur ekki mikið farið fyrir þeim á Íslandi nema sem hluti af tilraunaverkefnum. Sú staðreynd að nú séu 86 vindmyllur í pípunum kann því að vekja furðu og margur veltir því eflaust fyrir sér hvers vegna þessi mikli áhugi hefur nú vaknað sem aldrei hefur verið fyrr. Þar kemur hinn snjalli fjárfestir við sögu og hvernig hann tengir saman pólitíkina á Íslandi og fjárfestingarmöguleika og fær út mikinn hagnað. Markmiðið með fjárfestingum er að þær séu arðbærar og skili sem mestum hagnaði til fjármagnseigenda. Það eru vissulega margar leiðir til að ná því markmiði, veita örugg lán, kaupa frambærileg fyrirtæki eða fjárfesta í innviðum landa eins og orkuauðlindum. Kosturinn við orkuauðlindirnar er hins vegar að þær eru örugg fjárfesting þar sem erfitt getur reynst fyrir heimilin að búa við orkuskort. Ekki komumst við hjá því að elda eða þvo þvott til lengri tíma og flest okkar myndu fljótt sjá eftir aðgangi að tölvu, interneti, farsíma og jafnvel rafmagnsbíl. Það sem taka verður þó inn í reikninginn er að á Íslandi hefur orkuverð alla tíð verið nokkuð lágt í samanburði við önnur lönd. Það hefur því ekki reynst ábatasamt að fjárfesta í orkuframleiðslu hér á landi þar sem virkjanir og vindmyllur eru dýrar og því hefur það tekið langan tíma að greiða upp þann kostnað áður en fjárfestar fara að sjá hagnað. En nú hefur orðið breyting á og skyndilega vilja fjárfestar meina að nú sé lag að setja háar upphæðir í virkjanir og vindmyllur. Meira að segja norsku sveitarfélögin hafa í hyggju að eyða, að þeirra sögn, verulegum fjármunum til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi. En hvers vegna núna? Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng. Með þriðja orkupakkanum verður áhugaverðara fyrir fjárfesta að leggja sæstreng þar sem orkupakkinn stækkar orkumarkaðinn sem verið er að tengja Ísland við, nánast öll Evrópa, og eftir orkupakkann gildir samevrópsk löggjöf í stað þeirrar íslensku í orkumálum. Þetta tvennt gildir hins vegar ekki fyrir samþykki þriðja orkupakkans og því er eðlilegt að hvorki áhugi á virkjunum eða sæstreng hafi verið jafn mikill fyrr og hann er nú. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á orkupakkanum sem vert er að velta upp. Hliðar sem hafa ef til vill ekki verið nógu mikið í umræðunni. Þriðji orkupakkinn hvetur til frekari virkjana og við getum vel búist við að ef orkupakkinn verður samþykktur og fyrirætlanir um sæstreng verða að raunveruleika, aukist áhuginn á því að virkja sprænur og setja upp vindmyllur enn frekar. Viljum við að auðmenn nýti sér landið okkar til að græða á orkunni? Viljum við hærra rafmagnsverð? Heimilin í landinu nota ekki nema um 5% af þeirri orku sem Landsvirkjun framleiðir. Við verðum því að spyrja okkur, fyrir hvern er verið að virkja? Hver vindmylla veldur sjónmengun upp á tugi kílómetra. Þessa umræðu þarf að taka. Við þurfum að bregðast við áður en það er orðið of seint.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárfestar fara mikinn á Íslandi um þessar mundir og hver áætlunin á fætur annarri skýtur upp kollinum um vindmyllugarða eða smávirkjanir þar sem beisla á sem mest af þeirri orku sem landið okkar fagra hefur upp á að bjóða. Nú síðast voru það 27 vindmyllur sem setja á upp í landi Sólheima í Laxárdal og eiga lægstu myllurnar að tróna í 150 metra hæð eða rúmlega á við tvöfalda Hallgrímskirkju. Þær vindmyllur bætast þá við þær 59 vindmyllur sem fyrirhugað er að rísi á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum. Íslendingar eru óvanir vindmyllum nema þá frá útlöndum enda hefur ekki mikið farið fyrir þeim á Íslandi nema sem hluti af tilraunaverkefnum. Sú staðreynd að nú séu 86 vindmyllur í pípunum kann því að vekja furðu og margur veltir því eflaust fyrir sér hvers vegna þessi mikli áhugi hefur nú vaknað sem aldrei hefur verið fyrr. Þar kemur hinn snjalli fjárfestir við sögu og hvernig hann tengir saman pólitíkina á Íslandi og fjárfestingarmöguleika og fær út mikinn hagnað. Markmiðið með fjárfestingum er að þær séu arðbærar og skili sem mestum hagnaði til fjármagnseigenda. Það eru vissulega margar leiðir til að ná því markmiði, veita örugg lán, kaupa frambærileg fyrirtæki eða fjárfesta í innviðum landa eins og orkuauðlindum. Kosturinn við orkuauðlindirnar er hins vegar að þær eru örugg fjárfesting þar sem erfitt getur reynst fyrir heimilin að búa við orkuskort. Ekki komumst við hjá því að elda eða þvo þvott til lengri tíma og flest okkar myndu fljótt sjá eftir aðgangi að tölvu, interneti, farsíma og jafnvel rafmagnsbíl. Það sem taka verður þó inn í reikninginn er að á Íslandi hefur orkuverð alla tíð verið nokkuð lágt í samanburði við önnur lönd. Það hefur því ekki reynst ábatasamt að fjárfesta í orkuframleiðslu hér á landi þar sem virkjanir og vindmyllur eru dýrar og því hefur það tekið langan tíma að greiða upp þann kostnað áður en fjárfestar fara að sjá hagnað. En nú hefur orðið breyting á og skyndilega vilja fjárfestar meina að nú sé lag að setja háar upphæðir í virkjanir og vindmyllur. Meira að segja norsku sveitarfélögin hafa í hyggju að eyða, að þeirra sögn, verulegum fjármunum til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi. En hvers vegna núna? Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng. Með þriðja orkupakkanum verður áhugaverðara fyrir fjárfesta að leggja sæstreng þar sem orkupakkinn stækkar orkumarkaðinn sem verið er að tengja Ísland við, nánast öll Evrópa, og eftir orkupakkann gildir samevrópsk löggjöf í stað þeirrar íslensku í orkumálum. Þetta tvennt gildir hins vegar ekki fyrir samþykki þriðja orkupakkans og því er eðlilegt að hvorki áhugi á virkjunum eða sæstreng hafi verið jafn mikill fyrr og hann er nú. Það eru nefnilega ýmsar hliðar á orkupakkanum sem vert er að velta upp. Hliðar sem hafa ef til vill ekki verið nógu mikið í umræðunni. Þriðji orkupakkinn hvetur til frekari virkjana og við getum vel búist við að ef orkupakkinn verður samþykktur og fyrirætlanir um sæstreng verða að raunveruleika, aukist áhuginn á því að virkja sprænur og setja upp vindmyllur enn frekar. Viljum við að auðmenn nýti sér landið okkar til að græða á orkunni? Viljum við hærra rafmagnsverð? Heimilin í landinu nota ekki nema um 5% af þeirri orku sem Landsvirkjun framleiðir. Við verðum því að spyrja okkur, fyrir hvern er verið að virkja? Hver vindmylla veldur sjónmengun upp á tugi kílómetra. Þessa umræðu þarf að taka. Við þurfum að bregðast við áður en það er orðið of seint.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun