Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 13:42 Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41