Eyðilagði tvo spaða á klósettinu og hrækti svo á dómarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Nick Kyrgios. Getty/Minas Panagiotakis Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios er þekktur skaphundur og það þarf því ekkert að koma mikið á óvart að skapið hans sé eitthvað til vandræða. Kyrgios bauð hins vegar upp á „nýjungar“ í skammarlegri framkomu sinni á Cincinnati Masters mótinu um helgina. Nick Kyrgios tapaði þar fyrir Karen Khachanov, 6–7, 7–6, 6–2 í annarri umferð. Kyrgios kom til baka og vann fyrsta settið en í öðru settinu fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Fergus Murphy, dómari leiksins, aðvaraði Kyrgios fyrir að taka sér of langan tíma í uppgjafir sínar og það var aðeins eins og olía á eldinn. Andstæðingurinn Karen Khachanov hélt ró sinni allan tímann og marði síðan sigur í öðru settinu.BANG, BANG!! Nick Kyrgios absolutely DESTROYED two racquets and the commentators lost it Watch the Cincinnati Masters live on ESPN. pic.twitter.com/q2d2dTeND3 — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios fékk síðan refsingu í þriðja settinu fyrir að kalla dómarann versta dómarann frá upphafi. Það var samt bara byrjunin enda svo sem ekkert nýtt að sjá tennisspilara öskra ósátta á dómara. Nick Kyrgios var á þessum tímapunkti augljóslega að brenna yfir af reiði. Hann hafði þó vit á því til að forðast frekari refsingar dómarans og fékk leyfi til þess að fara á klósettið."You're a f---ing tool bro!" "One of the craziest matches you're likely to see." Nick Kyrgios wasn't quite gracious in defeat at the Cincinnati Masters. pic.twitter.com/fR0f3Ji71l — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios greip með sér tvo spaða og handklæði í leiðinni og strunsaði inn á klósett. Fergus Murphy dómari vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu því hann sagði síðan í talstöðina sína: „Hann fór á klósettið með tvo spaða og kom til baka með tvo brotna spaða.“ Kyrgios fékk síðan viðvörun fyrir að taka sér of langan tíma til að gera annan óbrotinn spaða klárann. Ástralinn hætti að reyna á sig í lokasettinu og Karen Khachanov vann örugglega. Kyrgios tók í höndina á Karen Khachanov eftir leikinn, kallaði síðan blótsyrði í átt að dómaranum og virtist síðan hrækja á Fergus Murphy dómara. Nick Kyrgios hlýtur að fá sekt fyrir þessa skammarlegu framkomu sína og jafnvel bann. Ástralía Bandaríkin Tennis Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Fjárfesta fjórtán milljörðum króna í kvennadeildina sína Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios er þekktur skaphundur og það þarf því ekkert að koma mikið á óvart að skapið hans sé eitthvað til vandræða. Kyrgios bauð hins vegar upp á „nýjungar“ í skammarlegri framkomu sinni á Cincinnati Masters mótinu um helgina. Nick Kyrgios tapaði þar fyrir Karen Khachanov, 6–7, 7–6, 6–2 í annarri umferð. Kyrgios kom til baka og vann fyrsta settið en í öðru settinu fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Fergus Murphy, dómari leiksins, aðvaraði Kyrgios fyrir að taka sér of langan tíma í uppgjafir sínar og það var aðeins eins og olía á eldinn. Andstæðingurinn Karen Khachanov hélt ró sinni allan tímann og marði síðan sigur í öðru settinu.BANG, BANG!! Nick Kyrgios absolutely DESTROYED two racquets and the commentators lost it Watch the Cincinnati Masters live on ESPN. pic.twitter.com/q2d2dTeND3 — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios fékk síðan refsingu í þriðja settinu fyrir að kalla dómarann versta dómarann frá upphafi. Það var samt bara byrjunin enda svo sem ekkert nýtt að sjá tennisspilara öskra ósátta á dómara. Nick Kyrgios var á þessum tímapunkti augljóslega að brenna yfir af reiði. Hann hafði þó vit á því til að forðast frekari refsingar dómarans og fékk leyfi til þess að fara á klósettið."You're a f---ing tool bro!" "One of the craziest matches you're likely to see." Nick Kyrgios wasn't quite gracious in defeat at the Cincinnati Masters. pic.twitter.com/fR0f3Ji71l — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios greip með sér tvo spaða og handklæði í leiðinni og strunsaði inn á klósett. Fergus Murphy dómari vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu því hann sagði síðan í talstöðina sína: „Hann fór á klósettið með tvo spaða og kom til baka með tvo brotna spaða.“ Kyrgios fékk síðan viðvörun fyrir að taka sér of langan tíma til að gera annan óbrotinn spaða klárann. Ástralinn hætti að reyna á sig í lokasettinu og Karen Khachanov vann örugglega. Kyrgios tók í höndina á Karen Khachanov eftir leikinn, kallaði síðan blótsyrði í átt að dómaranum og virtist síðan hrækja á Fergus Murphy dómara. Nick Kyrgios hlýtur að fá sekt fyrir þessa skammarlegu framkomu sína og jafnvel bann.
Ástralía Bandaríkin Tennis Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Fjárfesta fjórtán milljörðum króna í kvennadeildina sína Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira