Slétt sama um lykilorðin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2019 07:30 Dæmi um öruggt lykilorð. Nema bara alls ekki. Getty Um fjórðungur þeirra 670.000 sem náðu í Password Checkup, vafraviðbót Google sem lætur notandann vita ef lykilorði hans hefur verið stolið í tölvuárás, skiptu ekki um lykilorð eftir að hafa fengið viðvörun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Google birti í gær þar sem tölfræði um hegðun notenda Password Checkup var skoðuð. Það skref að ná sér í Password Checkup er jákvætt, allavega með tilliti til öryggis í netheimum. Það er hins vegar stórundarlegt, og raunar vítavert gáleysi, að sleppa því að skipta um lykilorð þegar maður fær sérstaklega viðvörun um að lykilorðinu hafi verið stolið. Samkvæmt Google var ekki einvörðungu um lykilorð að ómerkilegum síðum að ræða. Notendur vanræktu að skipta um lykilorð inn á tölvupósta og jafnvel síður sem leyfa manni að vista kreditkortaupplýsingar. Og jafnvel þótt aðgangarnir sem slíkir skipti ekki máli er allt of algengt að fólk noti sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Jafnvel fyrir alla sína aðganga. Prósentin 25 voru hins vegar ekki eina talan í skýrslunni sem kalla má sláandi. Notendur Password Checkup voru 2,5 sinnum líklegri til þess að endurnýta gamla, stolna lykilorðið þegar þeir bjuggu til nýja aðganga heldur en að velja nýtt lykilorð. Þá ber að nefna að þótt annar fjórðungur hafi valið sér nýtt og jafnsterkt eða sterkara lykilorð valdi um helmingur notenda sér veikara lykilorð en þeir höfðu áður verið með. Nú til dags, þegar flestir reiða sig á veraldarvefinn fyrir flest, er mikilvægt að huga að stafrænu öryggi. Lykilorðum notenda að vinsælum síðum á borð við tumblr., Dropbox, Last.fm, MyFitnessPal og mun fleirum hefur verið stolið og fyrir óprúttinn aðila með lágmarksleitarvélaþekkingu er ekkert ofboðslega flókið að finna síður þar sem hægt er að kaupa aðgang að þessum lykilorðum. Hægt er að nota Password Checkup og til að mynda vefsíðuna haveibeenpwned.com til þess að sjá hvort lykilorðum manns hafi verið stolið. Þá gæti sumum þótt gott að styðjast við lykilorðastjóra á borð við LastPass og Dashlane til þess að halda utan um öll lykilorðin og stinga upp á nýjum, öruggum lykilorðum. Og í því skyni að fyrirbyggja að aðganginum verði stolið, jafnvel þótt lykilorðinu sé lekið, getur verið gott að kveikja á tveggja þátta auðkenningu. Sum sé því að staðfesta þurfi innskráningu með bæði síma og lykilorði. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Um fjórðungur þeirra 670.000 sem náðu í Password Checkup, vafraviðbót Google sem lætur notandann vita ef lykilorði hans hefur verið stolið í tölvuárás, skiptu ekki um lykilorð eftir að hafa fengið viðvörun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Google birti í gær þar sem tölfræði um hegðun notenda Password Checkup var skoðuð. Það skref að ná sér í Password Checkup er jákvætt, allavega með tilliti til öryggis í netheimum. Það er hins vegar stórundarlegt, og raunar vítavert gáleysi, að sleppa því að skipta um lykilorð þegar maður fær sérstaklega viðvörun um að lykilorðinu hafi verið stolið. Samkvæmt Google var ekki einvörðungu um lykilorð að ómerkilegum síðum að ræða. Notendur vanræktu að skipta um lykilorð inn á tölvupósta og jafnvel síður sem leyfa manni að vista kreditkortaupplýsingar. Og jafnvel þótt aðgangarnir sem slíkir skipti ekki máli er allt of algengt að fólk noti sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Jafnvel fyrir alla sína aðganga. Prósentin 25 voru hins vegar ekki eina talan í skýrslunni sem kalla má sláandi. Notendur Password Checkup voru 2,5 sinnum líklegri til þess að endurnýta gamla, stolna lykilorðið þegar þeir bjuggu til nýja aðganga heldur en að velja nýtt lykilorð. Þá ber að nefna að þótt annar fjórðungur hafi valið sér nýtt og jafnsterkt eða sterkara lykilorð valdi um helmingur notenda sér veikara lykilorð en þeir höfðu áður verið með. Nú til dags, þegar flestir reiða sig á veraldarvefinn fyrir flest, er mikilvægt að huga að stafrænu öryggi. Lykilorðum notenda að vinsælum síðum á borð við tumblr., Dropbox, Last.fm, MyFitnessPal og mun fleirum hefur verið stolið og fyrir óprúttinn aðila með lágmarksleitarvélaþekkingu er ekkert ofboðslega flókið að finna síður þar sem hægt er að kaupa aðgang að þessum lykilorðum. Hægt er að nota Password Checkup og til að mynda vefsíðuna haveibeenpwned.com til þess að sjá hvort lykilorðum manns hafi verið stolið. Þá gæti sumum þótt gott að styðjast við lykilorðastjóra á borð við LastPass og Dashlane til þess að halda utan um öll lykilorðin og stinga upp á nýjum, öruggum lykilorðum. Og í því skyni að fyrirbyggja að aðganginum verði stolið, jafnvel þótt lykilorðinu sé lekið, getur verið gott að kveikja á tveggja þátta auðkenningu. Sum sé því að staðfesta þurfi innskráningu með bæði síma og lykilorði.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent