Óþarfar áhyggjur af þriðja orkupakkanum Hópur skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Mikið hefur verið rætt og ritað um þriðja orkupakkann að undanförnu. Óumdeilt er að þriðji orkupakkinn felur ekki sér skyldu fyrir íslenska ríkið að leggja sæstreng. Á hinn bóginn hafa sumir áhyggjur af því að ef íslenska ríkið synjar einstaklingum eða lögaðilum frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) um að leggja sæstreng frá Íslandi til annars aðildarríkis EES muni það hafa í för með sér að samningsbrotamál verði höfðað gegn íslenska ríkinu af hálfu Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), auk þess sem íslenska ríkið verði dæmt skaðabótaskylt. Engin lagaákvæði til staðar Þessar áhyggjur byggja á því að ákvæði í þriðja orkupakkanum leggi þær skyldur á herðar íslenska ríkinu að heimila einstaklingum eða lögaðilum frá EES-svæðinu að leggja sæstreng. Þeir sem ritað hafa um málið hafa þó átt í erfiðleikum með að benda á tiltekin ákvæði orkupakkans sem fela í sér umrædda skyldu. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur þó vísað til 5. töluliðar aðfararorða reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 frá 13. júlí 2009, máli sínu til stuðnings. Þar segir: „Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.“ Í Evrópu- og EES-rétti er markmiðsskýringu mikið beitt við túlkun lagaákvæða. Eftir sem áður fá höfundar ekki séð að unnt sé að lesa út úr þessum orðum skyldu íslenska ríkisins til að heimila einstaklingum og lögaðilum að leggja sæstreng, enda er það hvorki ámálgað skýrlega í umræddum aðfararorðum né nokkurs staðar í lagatexta tilskipunarinnar. Enn fremur er mikilvægt að hafa í huga að hér er um að ræða aðfararorð en ekki ákvæði reglugerðarinnar sjálfrar, en aðfararorð hafa ekki lagagildi. Í nafnlausum skrifum á vefnum heimsmynd.net er því haldið fram að það leiði af a. og b. lið 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 714/2009 frá 13. júlí 2009 að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs. Í ákvæðinu segir: „Markmiðið með þessari reglugerð er að: a) setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri og auka þannig samkeppni á innri markaðinum með raforku að teknu tilliti til sérkenna landsbundinna markaða og svæðismarkaða. Þetta felur í sér að komið verði á fyrirkomulagi vegna jöfnunargreiðslna fyrir raforkuflæði yfir landamæri og að settar verði samræmdar meginreglur um gjöld vegna flutnings yfir landamæri og úthlutun tiltækrar flutningsgetu samtengilína milli landsbundinna flutningskerfa, b) að auðvelda tilkomu vel starfandi og gagnsæs heildsölumarkaðar með miklu afhendingaröryggi raforku. Hún kveður á um fyrirkomulag til að samræma reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri.“ Af ákvæðinu leiðir að markmið reglugerðarinnar er að setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri enda fara fram raforkuviðskipti yfir landamæri innan vébanda Evrópusambandsins (ESB). Er því eðlilegt að ESB setji lög um hvernig þeim viðskiptum sé háttað. Ákvæðið leggur aftur á móti ekki neina skyldu á ríki sem ekki eru þátttakendur í innri raforkumarkaðnum til þess að taka í þátt í honum. Fá höfundar ekki af þeim sökum séð að í ofangreindu ákvæði felist skylda íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Dómar byggjast á lögum Þá hefur verið vísað til þess með almennum orðum að ESB vilji koma á innri markaði með raforku og að sá vilji sambandsins feli í sér einhvers konar skyldu fyrir íslenska ríkið. Það er hins vegar svo í réttarríkjum að dómar eru byggðir á lögum og verða hvorki lagðar skyldur á einstaklinga, lögaðila eða ríki, né þeim veitt lögvarin réttindi, án þess að kveðið sé á um slíkt í lögum eða alþjóðasamningum. Einnig hefur verið gefið í skyn að það að synja einstaklingum eða lögaðilum um leyfi til að leggja sæstreng verði talið brot gegn 11. og 12. gr. meginmáls EES-samningsins, en ákvæðin útlista bann við hindrunum á frjálsu flæði vöru. Ekki hefur verið vísað til neinna dóma Evrópu- eða EFTA-dómstólsins þessu til stuðnings, enda er þeim ekki til að dreifa. Fyrir hendi er áratuga löng dómaframkvæmd um hvernig túlka beri ofangreind ákvæði og verður að teljast nokkuð langsótt að EFTA-dómstóllinn myndi víkja frá þeirri dómaframkvæmd og túlka ákvæðin með þeim hætti að þau fælu í sér jákvæða skyldu fyrir íslenska ríkið að heimila lagningu sæstrengs til Evrópu. Enn fremur hafa ofangreind ákvæði verið í EES-samningnum frá gildistöku hans og munu standa áfram, óháð afdrifum þriðja orkupakkans. Á forræði íslenskra stjórnvalda Samkvæmt framansögðu er ljóst að í þriðja orkupakkanum er ekki að finna nein lagaákvæði sem leggja þá skyldu á herðar íslenska ríkinu að heimila einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng frá Íslandi til annars aðildarríkis EES. Af fullveldisrétti ríkja leiðir að þau ráða hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þeirra eða ekki. Ákvörðunin um hvort leggja megi eða leggja eigi sæstreng frá Íslandi til aðildarríkis EES mun því áfram verða á forræði Alþingis Íslendinga þó að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt. Áhyggjur af öðru eru óþarfar. Höfundar: Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Bjarni Már Magnússon Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um þriðja orkupakkann að undanförnu. Óumdeilt er að þriðji orkupakkinn felur ekki sér skyldu fyrir íslenska ríkið að leggja sæstreng. Á hinn bóginn hafa sumir áhyggjur af því að ef íslenska ríkið synjar einstaklingum eða lögaðilum frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) um að leggja sæstreng frá Íslandi til annars aðildarríkis EES muni það hafa í för með sér að samningsbrotamál verði höfðað gegn íslenska ríkinu af hálfu Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), auk þess sem íslenska ríkið verði dæmt skaðabótaskylt. Engin lagaákvæði til staðar Þessar áhyggjur byggja á því að ákvæði í þriðja orkupakkanum leggi þær skyldur á herðar íslenska ríkinu að heimila einstaklingum eða lögaðilum frá EES-svæðinu að leggja sæstreng. Þeir sem ritað hafa um málið hafa þó átt í erfiðleikum með að benda á tiltekin ákvæði orkupakkans sem fela í sér umrædda skyldu. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur þó vísað til 5. töluliðar aðfararorða reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 frá 13. júlí 2009, máli sínu til stuðnings. Þar segir: „Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.“ Í Evrópu- og EES-rétti er markmiðsskýringu mikið beitt við túlkun lagaákvæða. Eftir sem áður fá höfundar ekki séð að unnt sé að lesa út úr þessum orðum skyldu íslenska ríkisins til að heimila einstaklingum og lögaðilum að leggja sæstreng, enda er það hvorki ámálgað skýrlega í umræddum aðfararorðum né nokkurs staðar í lagatexta tilskipunarinnar. Enn fremur er mikilvægt að hafa í huga að hér er um að ræða aðfararorð en ekki ákvæði reglugerðarinnar sjálfrar, en aðfararorð hafa ekki lagagildi. Í nafnlausum skrifum á vefnum heimsmynd.net er því haldið fram að það leiði af a. og b. lið 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 714/2009 frá 13. júlí 2009 að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs. Í ákvæðinu segir: „Markmiðið með þessari reglugerð er að: a) setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri og auka þannig samkeppni á innri markaðinum með raforku að teknu tilliti til sérkenna landsbundinna markaða og svæðismarkaða. Þetta felur í sér að komið verði á fyrirkomulagi vegna jöfnunargreiðslna fyrir raforkuflæði yfir landamæri og að settar verði samræmdar meginreglur um gjöld vegna flutnings yfir landamæri og úthlutun tiltækrar flutningsgetu samtengilína milli landsbundinna flutningskerfa, b) að auðvelda tilkomu vel starfandi og gagnsæs heildsölumarkaðar með miklu afhendingaröryggi raforku. Hún kveður á um fyrirkomulag til að samræma reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri.“ Af ákvæðinu leiðir að markmið reglugerðarinnar er að setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri enda fara fram raforkuviðskipti yfir landamæri innan vébanda Evrópusambandsins (ESB). Er því eðlilegt að ESB setji lög um hvernig þeim viðskiptum sé háttað. Ákvæðið leggur aftur á móti ekki neina skyldu á ríki sem ekki eru þátttakendur í innri raforkumarkaðnum til þess að taka í þátt í honum. Fá höfundar ekki af þeim sökum séð að í ofangreindu ákvæði felist skylda íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Dómar byggjast á lögum Þá hefur verið vísað til þess með almennum orðum að ESB vilji koma á innri markaði með raforku og að sá vilji sambandsins feli í sér einhvers konar skyldu fyrir íslenska ríkið. Það er hins vegar svo í réttarríkjum að dómar eru byggðir á lögum og verða hvorki lagðar skyldur á einstaklinga, lögaðila eða ríki, né þeim veitt lögvarin réttindi, án þess að kveðið sé á um slíkt í lögum eða alþjóðasamningum. Einnig hefur verið gefið í skyn að það að synja einstaklingum eða lögaðilum um leyfi til að leggja sæstreng verði talið brot gegn 11. og 12. gr. meginmáls EES-samningsins, en ákvæðin útlista bann við hindrunum á frjálsu flæði vöru. Ekki hefur verið vísað til neinna dóma Evrópu- eða EFTA-dómstólsins þessu til stuðnings, enda er þeim ekki til að dreifa. Fyrir hendi er áratuga löng dómaframkvæmd um hvernig túlka beri ofangreind ákvæði og verður að teljast nokkuð langsótt að EFTA-dómstóllinn myndi víkja frá þeirri dómaframkvæmd og túlka ákvæðin með þeim hætti að þau fælu í sér jákvæða skyldu fyrir íslenska ríkið að heimila lagningu sæstrengs til Evrópu. Enn fremur hafa ofangreind ákvæði verið í EES-samningnum frá gildistöku hans og munu standa áfram, óháð afdrifum þriðja orkupakkans. Á forræði íslenskra stjórnvalda Samkvæmt framansögðu er ljóst að í þriðja orkupakkanum er ekki að finna nein lagaákvæði sem leggja þá skyldu á herðar íslenska ríkinu að heimila einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng frá Íslandi til annars aðildarríkis EES. Af fullveldisrétti ríkja leiðir að þau ráða hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þeirra eða ekki. Ákvörðunin um hvort leggja megi eða leggja eigi sæstreng frá Íslandi til aðildarríkis EES mun því áfram verða á forræði Alþingis Íslendinga þó að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt. Áhyggjur af öðru eru óþarfar. Höfundar: Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun