Illt er verkþjófur að vera Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests. Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu. Nú liggur fyrir að um 6.000 kröfum var lýst í þrotabú WOW air. Eftir að Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar WOW air, var tilkynnt að kröfur í þrotabúið ætti að senda í Grjótagötu 7, á skrifstofu Sveins Andra. Sveinn Andri hefur því í sumar móttekið og sett í möppur hátt í 6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú WOW air eru um 100 sinnum fleiri en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air. Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt Morgunblaðsins 23. maí sl. spurði blaðamaður Svein Andra að því hvað hann ætlaði að rukka þrotabú WOW air fyrir sams konar vinnu og hann innti af höndum hjá EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var að hann myndi ekkert rukka fyrir það. Ástæðan væri sú að þrotabú WOW air sé óvenjulegt út frá stærð þess og „þar sé um mun stærra verkefni að ræða en hjá EK1923 og því annars eðlis“. Sveini Andra þykir því rökrétt að hann rukki fyrir vinnu sem er einn hundraðshluti af vinnu í einu þrotabúi en gefi að fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi, þar sem vinnan er 100 sinnum meiri. Þetta er sambærilegt því að þú færir til tannlæknis og hann tæki 100 þúsund krónur fyrir að smíða í þig tönn. Þú værir svo ánægður með nýju tönnina að þú tilkynntir tannlækninum þínum að þú myndir senda til hans 100 manns úr stórfjölskyldunni þinni og vinahópi og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar tannlækninum væri ljóst hvert umfangið væri við tannsmíðina fyrir alla ættingja þína og vini, myndi hann tilkynna þér hátíðlega að hann myndi ekki rukka krónu fyrir þetta, þar sem verkið væri óvenjulegt út frá stærð þess og vinnan annars eðlis en hún hafi verið við þessa einu tönn hjá þér. Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu? Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi sem farið hefur fremstur í flokki, og staðið á bak við þessa vegferð Sveins Andra, krafðist þess áður en félagið fór í þrot að félag í minni eigu greiddi kröfuna beint til hans framhjá EK ella skyldi ég hljóta verra af. Sá kröfuhafi má eiga það að hann hefur staðið við stóru orðin og hefur lögmaður þessa fyrirtækis unnið náið með Sveini Andra að því að reyna að koma sem mestu höggi á mig og mín félög. Meira um það síðar. Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.Höfundur er fjárfestir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Gunnar Sigfússon WOW Air Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests. Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu. Nú liggur fyrir að um 6.000 kröfum var lýst í þrotabú WOW air. Eftir að Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar WOW air, var tilkynnt að kröfur í þrotabúið ætti að senda í Grjótagötu 7, á skrifstofu Sveins Andra. Sveinn Andri hefur því í sumar móttekið og sett í möppur hátt í 6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú WOW air eru um 100 sinnum fleiri en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air. Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt Morgunblaðsins 23. maí sl. spurði blaðamaður Svein Andra að því hvað hann ætlaði að rukka þrotabú WOW air fyrir sams konar vinnu og hann innti af höndum hjá EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var að hann myndi ekkert rukka fyrir það. Ástæðan væri sú að þrotabú WOW air sé óvenjulegt út frá stærð þess og „þar sé um mun stærra verkefni að ræða en hjá EK1923 og því annars eðlis“. Sveini Andra þykir því rökrétt að hann rukki fyrir vinnu sem er einn hundraðshluti af vinnu í einu þrotabúi en gefi að fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi, þar sem vinnan er 100 sinnum meiri. Þetta er sambærilegt því að þú færir til tannlæknis og hann tæki 100 þúsund krónur fyrir að smíða í þig tönn. Þú værir svo ánægður með nýju tönnina að þú tilkynntir tannlækninum þínum að þú myndir senda til hans 100 manns úr stórfjölskyldunni þinni og vinahópi og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar tannlækninum væri ljóst hvert umfangið væri við tannsmíðina fyrir alla ættingja þína og vini, myndi hann tilkynna þér hátíðlega að hann myndi ekki rukka krónu fyrir þetta, þar sem verkið væri óvenjulegt út frá stærð þess og vinnan annars eðlis en hún hafi verið við þessa einu tönn hjá þér. Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu? Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi sem farið hefur fremstur í flokki, og staðið á bak við þessa vegferð Sveins Andra, krafðist þess áður en félagið fór í þrot að félag í minni eigu greiddi kröfuna beint til hans framhjá EK ella skyldi ég hljóta verra af. Sá kröfuhafi má eiga það að hann hefur staðið við stóru orðin og hefur lögmaður þessa fyrirtækis unnið náið með Sveini Andra að því að reyna að koma sem mestu höggi á mig og mín félög. Meira um það síðar. Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.Höfundur er fjárfestir
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar