Svar Vilmundar Þorvaldur Gylfason skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Stokkhólmi – Í fyrri viku birti ég bréf Margrétar Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík til Vilmundar Jónssonar landlæknis 1945. Hann svaraði bréfinu um hæl. ,,Kæra frú Margrét, Ég bæði klökknaði og mér hitnaði um hjartaræturnar við að lesa bréfið yðar … Allt virðist hafa verið gert, sem hugsanlegt er að gera, til þess að laða menn í þessi afskekktu læknisembætti, sem nú eru launuð á borð við hæstlaunuðu embætti í landinu … Engin leið er að flytja lækna fremur en aðra þegna þjóðfélagsins nauðuga á landshorn, sem þeir vilja ekki vera á, enda tvísýnt, þó að upp væri tekið, hvernig nýttist þjónusta slíkra bandingja. … Hina sömu sögu er að segja af öllum stéttum. Þið munuð vera prestlaus, og svo eru fleiri. Og fluttust ekki 84 burtu úr Sléttuhreppi af 420 íbúum, þ.e. fimmta hvert mannsbarn, árið 1943? … Víst er ekki von til, að læknar skeri sig einir úr um þennan flótta frá dreifbýlinu og séu óðfúsir að flytjast úr fjarlægð til þeirra staða, þar sem íbúarnir sjálfir, rótfastir að langfeðgatali, vilja með engu móti una. Börn dreifbýlisins sjálfs eru hér sízt öðrum fúsari til þjónustunnar. Verst allra taka piltar, aldir upp í sveit, undir að gerast héraðslæknar í sveitahéruðum, en bezt Reykjavíkurpiltar, enda bjarga þeir helzt dreifbýlinu í þessu efni, að svo miklu leyti sem því er bjargað – og Reykjavíkurstúlkur þeim við hlið. Margt af þessu aðkomufólki dugir mjög vel og tekur með furðulegu jafnaðargeði því, sem stundum lítur út fyrir, að til sé ætlazt: að það sitji eitt eftir, þegar allt heimafólkið er farið.“Ef til vill byggjast svo sveitirnar aftur „Ég geri ráð fyrir, að sú bylting standi fyrir dyrum – fyrst og fremst innra með fólkinu sjálfu – sem gengur mjög nærri tilverumöguleikum hinna dreifðustu byggða, unz þar sitja ekki aðrir en þeir, sem kunna svo að meta kosti þeirra, að þeir sætti sig við þá vankanta, sem fylgja, þar á meðal að læknisþjónusta standi þar ekki til boða til neinna líka við það, sem á sér stað í þéttbýli. … Metin í meðvitund fólks verða aldrei jöfnuð með því að flytja kaupstaðarlíf upp í sveit, sem er jafnóframkvæmanlegt sem að flytja sveitalíf í kaupstaði … Sá, sem gerir skilyrðislausar kröfur um alla kosti og kynjar kaupstaðarlífs, fær þeim kröfum aldrei fullnægt annars staðar en í kaupstað og á þar að vera. Sé öllu sveitafólki þannig innanbrjósts – þá í kaupstað með það sem allra fyrst. Ef til vill byggjast svo sveitirnar aftur úr kaupstöðunum af fólki, sem áttað hefur sig á, að þar er ekki heldur allt fengið. Þessar bollaleggingar mínar koma vissulega ómaklega niður, þar sem þér eruð, sem svo einlæglega viljið vera kyrr á yðar stað. … enginn meðaltalsreikningur nægir til þess í hverju einstöku tilfelli að sætta mann í dreifbýli við, að aðstandandi hans missi heilsu sína … En … svo mjög aukin heilbrigðis- og slysahætta fylgir þéttbýlinu, að vafasamt er, að hin auðsóttari og margbreytilegri læknishjálp þar endist til að jafna muninn. … þrátt fyrir alla erfiðleika barnsfæðandi kvenna í sveitum við að ná til ljósmæðra og lækna, hlekkist ekki fleiri konum í sveitum en í kaupstöðum á við barnsburð, og í sveitum fæðast færri börn andvana. … Hafið þér gert yður ljóst, að í raun og veru alið þér börnin yðar upp við meira heilbrigðisöryggi á Sæbóli – og þó að læknislaust sé á Hesteyri – heldur en þér ættuð heima hérna á Laugaveginum? Jafnvel allt læknakraðakið í kaupstöðunum er oft síður en svo til öryggis heilsu manna. Hið sífellda kvabb í tíma og ótíma, langoftast af hégómlegasta tilefni, svæfir læknana á verðinum, að ég ekki tali um það, sem mjög er tíðkað, að hlaupa milli fjölda lækna, unz enginn veit, hver ábyrgðina ber. Leiðir þetta til margvíslegra mistaka og vanrækslu. Er ekki laust við, að að mér hvarfli stundum, að hollara væri fyrir báða aðilja, læknana og sjúklinga þeirra, að hafa á milli sín hæfilega breiða vík eða mátulega háan háls yfir að sækja.“ Móðurauga „Ég vík nú að lokum að kvillanum í börnum yðar. Mér virðist einsýnt, að þau hafi fengið snert af mænusótt, og megið þér og þau hrósa happi yfir, að þau hafa komist út úr þeim hreinsunareldi örkumlalaus. Þau hafa nú fengið náttúrlega bólusetningu gegn þessari ægilegu veiki og þurfa ekki að óttast hana framar. Einskis hafið þér farið mis við að ná ekki til læknis í þessu tilfelli, því að hér standa allir læknar uppi jafnráðalausir sem þér sjálf. Hitt skil ég, og þess get ég nærri, hver áhyggjuraun hefur verið fyrir yður að horfa upp á þetta og hafa engan yður fróðari til að ráðgast við og leita trausts hjá. Ég vona, að drengurinn yðar, sem meiddi sig á fæti, sé orðinn heill. Fótbrot, sem móðurauga og góð greind fer ekki nærri um, er varla hættulegt beinbrot. Þér fyrirgefið hve bréfið er fátæklegt og nær skammt til að létta af yður kvíða og áhyggjum. Þó er það skrifað af góðum huga og innilegri hlutdeild í kjörum yðar. Yðar með einlægri vinsemd og kærum kveðjumVilm. Jónsson.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stokkhólmi – Í fyrri viku birti ég bréf Margrétar Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík til Vilmundar Jónssonar landlæknis 1945. Hann svaraði bréfinu um hæl. ,,Kæra frú Margrét, Ég bæði klökknaði og mér hitnaði um hjartaræturnar við að lesa bréfið yðar … Allt virðist hafa verið gert, sem hugsanlegt er að gera, til þess að laða menn í þessi afskekktu læknisembætti, sem nú eru launuð á borð við hæstlaunuðu embætti í landinu … Engin leið er að flytja lækna fremur en aðra þegna þjóðfélagsins nauðuga á landshorn, sem þeir vilja ekki vera á, enda tvísýnt, þó að upp væri tekið, hvernig nýttist þjónusta slíkra bandingja. … Hina sömu sögu er að segja af öllum stéttum. Þið munuð vera prestlaus, og svo eru fleiri. Og fluttust ekki 84 burtu úr Sléttuhreppi af 420 íbúum, þ.e. fimmta hvert mannsbarn, árið 1943? … Víst er ekki von til, að læknar skeri sig einir úr um þennan flótta frá dreifbýlinu og séu óðfúsir að flytjast úr fjarlægð til þeirra staða, þar sem íbúarnir sjálfir, rótfastir að langfeðgatali, vilja með engu móti una. Börn dreifbýlisins sjálfs eru hér sízt öðrum fúsari til þjónustunnar. Verst allra taka piltar, aldir upp í sveit, undir að gerast héraðslæknar í sveitahéruðum, en bezt Reykjavíkurpiltar, enda bjarga þeir helzt dreifbýlinu í þessu efni, að svo miklu leyti sem því er bjargað – og Reykjavíkurstúlkur þeim við hlið. Margt af þessu aðkomufólki dugir mjög vel og tekur með furðulegu jafnaðargeði því, sem stundum lítur út fyrir, að til sé ætlazt: að það sitji eitt eftir, þegar allt heimafólkið er farið.“Ef til vill byggjast svo sveitirnar aftur „Ég geri ráð fyrir, að sú bylting standi fyrir dyrum – fyrst og fremst innra með fólkinu sjálfu – sem gengur mjög nærri tilverumöguleikum hinna dreifðustu byggða, unz þar sitja ekki aðrir en þeir, sem kunna svo að meta kosti þeirra, að þeir sætti sig við þá vankanta, sem fylgja, þar á meðal að læknisþjónusta standi þar ekki til boða til neinna líka við það, sem á sér stað í þéttbýli. … Metin í meðvitund fólks verða aldrei jöfnuð með því að flytja kaupstaðarlíf upp í sveit, sem er jafnóframkvæmanlegt sem að flytja sveitalíf í kaupstaði … Sá, sem gerir skilyrðislausar kröfur um alla kosti og kynjar kaupstaðarlífs, fær þeim kröfum aldrei fullnægt annars staðar en í kaupstað og á þar að vera. Sé öllu sveitafólki þannig innanbrjósts – þá í kaupstað með það sem allra fyrst. Ef til vill byggjast svo sveitirnar aftur úr kaupstöðunum af fólki, sem áttað hefur sig á, að þar er ekki heldur allt fengið. Þessar bollaleggingar mínar koma vissulega ómaklega niður, þar sem þér eruð, sem svo einlæglega viljið vera kyrr á yðar stað. … enginn meðaltalsreikningur nægir til þess í hverju einstöku tilfelli að sætta mann í dreifbýli við, að aðstandandi hans missi heilsu sína … En … svo mjög aukin heilbrigðis- og slysahætta fylgir þéttbýlinu, að vafasamt er, að hin auðsóttari og margbreytilegri læknishjálp þar endist til að jafna muninn. … þrátt fyrir alla erfiðleika barnsfæðandi kvenna í sveitum við að ná til ljósmæðra og lækna, hlekkist ekki fleiri konum í sveitum en í kaupstöðum á við barnsburð, og í sveitum fæðast færri börn andvana. … Hafið þér gert yður ljóst, að í raun og veru alið þér börnin yðar upp við meira heilbrigðisöryggi á Sæbóli – og þó að læknislaust sé á Hesteyri – heldur en þér ættuð heima hérna á Laugaveginum? Jafnvel allt læknakraðakið í kaupstöðunum er oft síður en svo til öryggis heilsu manna. Hið sífellda kvabb í tíma og ótíma, langoftast af hégómlegasta tilefni, svæfir læknana á verðinum, að ég ekki tali um það, sem mjög er tíðkað, að hlaupa milli fjölda lækna, unz enginn veit, hver ábyrgðina ber. Leiðir þetta til margvíslegra mistaka og vanrækslu. Er ekki laust við, að að mér hvarfli stundum, að hollara væri fyrir báða aðilja, læknana og sjúklinga þeirra, að hafa á milli sín hæfilega breiða vík eða mátulega háan háls yfir að sækja.“ Móðurauga „Ég vík nú að lokum að kvillanum í börnum yðar. Mér virðist einsýnt, að þau hafi fengið snert af mænusótt, og megið þér og þau hrósa happi yfir, að þau hafa komist út úr þeim hreinsunareldi örkumlalaus. Þau hafa nú fengið náttúrlega bólusetningu gegn þessari ægilegu veiki og þurfa ekki að óttast hana framar. Einskis hafið þér farið mis við að ná ekki til læknis í þessu tilfelli, því að hér standa allir læknar uppi jafnráðalausir sem þér sjálf. Hitt skil ég, og þess get ég nærri, hver áhyggjuraun hefur verið fyrir yður að horfa upp á þetta og hafa engan yður fróðari til að ráðgast við og leita trausts hjá. Ég vona, að drengurinn yðar, sem meiddi sig á fæti, sé orðinn heill. Fótbrot, sem móðurauga og góð greind fer ekki nærri um, er varla hættulegt beinbrot. Þér fyrirgefið hve bréfið er fátæklegt og nær skammt til að létta af yður kvíða og áhyggjum. Þó er það skrifað af góðum huga og innilegri hlutdeild í kjörum yðar. Yðar með einlægri vinsemd og kærum kveðjumVilm. Jónsson.“
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun