Carnegie metur Arion 7,5 prósentum yfir markaðsgengi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Greinendur sænska fjárfestingarbankans Carnegie meta gengi hlutabréfa í Arion banka á 6,4 sænskar krónur á hlut sem er um 7,5 prósentum yfir markaðsgengi. Þetta kemur fram í verðmati Carnegie sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur bankans segja að kostnaðartölur á öðrum ársfjórðungi hafi verið jákvæðar. Laun hafi vissulega hækkað en í upplýsingatækni og öðrum deildum hafi starfsfólki fækkað. Telja þeir að með nýlegum forstjóraskiptum í bankanum verði lögð meiri áhersla á að skera niður kostnað. Þá segir að vert sé að bíða eftir að salan á dótturfélaginu Valitor klárist en söluferlið hafi engu að síðu tekið of langan tíma. „Salan á Valitor er enn í skoðun en við höfum hana ekki með í verðmatinu. Við teljum að það sé of mikil óvissa í kringum mögulega sölu á fyrirtækinu en óhætt er að gera ráð fyrir að 14,2 milljarða króna bókfært virði Valitors séu neðri mörk söluverðsins,“ segir í verðmatinu. „Auk þess er Valitor rekið með tapi þannig að með því að selja fyrirtæki á bókfærðu verði eða hærra og greiða arð til hluthafa eykst arðsemi bankans. Sala á Valitor hefði því jákvæð áhrif á verðmat okkar á bankanum.“ Í uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung kom fram að Valitor hefði tapað hátt í 2,8 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarðs hagnað í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 4,3 prósent á fjórðungnum samanborið við 5,9 prósent á sama tímabili árið 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Greinendur sænska fjárfestingarbankans Carnegie meta gengi hlutabréfa í Arion banka á 6,4 sænskar krónur á hlut sem er um 7,5 prósentum yfir markaðsgengi. Þetta kemur fram í verðmati Carnegie sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur bankans segja að kostnaðartölur á öðrum ársfjórðungi hafi verið jákvæðar. Laun hafi vissulega hækkað en í upplýsingatækni og öðrum deildum hafi starfsfólki fækkað. Telja þeir að með nýlegum forstjóraskiptum í bankanum verði lögð meiri áhersla á að skera niður kostnað. Þá segir að vert sé að bíða eftir að salan á dótturfélaginu Valitor klárist en söluferlið hafi engu að síðu tekið of langan tíma. „Salan á Valitor er enn í skoðun en við höfum hana ekki með í verðmatinu. Við teljum að það sé of mikil óvissa í kringum mögulega sölu á fyrirtækinu en óhætt er að gera ráð fyrir að 14,2 milljarða króna bókfært virði Valitors séu neðri mörk söluverðsins,“ segir í verðmatinu. „Auk þess er Valitor rekið með tapi þannig að með því að selja fyrirtæki á bókfærðu verði eða hærra og greiða arð til hluthafa eykst arðsemi bankans. Sala á Valitor hefði því jákvæð áhrif á verðmat okkar á bankanum.“ Í uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung kom fram að Valitor hefði tapað hátt í 2,8 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarðs hagnað í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 4,3 prósent á fjórðungnum samanborið við 5,9 prósent á sama tímabili árið 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira