Skellt í lás Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Hrina lokana fyrirtækja í borginni hefur riðið yfir undanfarna daga. Undanfarnar örfáar vikur hafa fjögur veitingahús á Hverfisgötu hætt rekstri; Dill, Systir, Mikkeller & Friends og Essensia og í gær læsti hin rótgróna sælkeraverslun Ostabúðin á Skólavörðustíg dyrum sínum. Reykjavík er margfalt fátækari fyrir vikið. Það verður seint sagt um borgina að hún sé vinveitt atvinnurekstri. Frekar er hún sér á báti borið saman við önnur sveitarfélög. Til að mynda með innheimtu fasteignaskatta. Tekjur borgarsjóðs af skattinum jukust um einn og hálfan milljarð frá 2018 til 2019. Borgin heldur áfram hæstu álagningu fasteignaskatts árið 2019, öfugt við mörg nágrannasveitarfélög. Blómlegur rekstur verslana, fyrirtækja og veitingastaða í borg er ein forsenda þess að þar sé eftirsóknarvert að búa. Hin mikla skattbyrði vegur sífellt þyngra í rekstri heimila og fyrirtækja. Óhjákvæmilega hefur þróunin leitt til hærra leiguverðs. Vitaskuld er fasteignaskattur ekki eina ástæða þess að fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar í Reykjavík. Að fullyrða slíkt er einföldun. Hlutverk borgarinnar hlýtur þó að snúast að minnsta kosti öðrum þræði um að búa þannig um hnútana að hér geti blómlegur rekstur þrifist. Liður í því væri að lækka fasteignaskatta og hlusta eftir gagnrýni sem fyrirtækjaeigendur í borginni hafa uppi. Svifasein og þung stjórnsýsla er þar á meðal. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur veitingastaðar í Vesturbænum biðu í 724 daga eftir vínveitingaleyfi. Forsendur rekstrarins voru brostnar þegar leyfið var loksins veitt og staðnum lokað. Dæmi um skeytingarleysi efsta lags stjórnenda borgarinnar er svar aðstoðarmanns borgarstjóra við réttmætum kvörtunum rekstraraðila við Hverfisgötu undanfarna daga. Gatan hefur verið uppgrafin og undirlögð af framkvæmdum síðan í vor. Borgin gefur lítið upp um áætluð verklok, hafði lítið samráð og skellti raunar framkvæmdum framan í kaupmenn og veitingahúsaeigendur sem fá enga ívilnun á móti. Eigendur fyrirtækja á svæðinu hafa kvartað yfir því að framkvæmdir gangi of hægt og hafi gríðarleg áhrif á aðgengi viðskiptavina að búðum og veitingahúsum á reitnum. Einn eigenda Dills lýsti uppgreftri Hverfisgötunnar sem „martröð“ í uppgjörsviðtali eftir lokun veitingastaðarins í síðustu viku. Aðstoðarmaður borgarstjóra gefur lítið fyrir þetta. „Það að Dill fari á hausinn hefur ekkert að gera með framkvæmdir á Hverfisgötu. Dill missti Michelin stjörnu, held að það hafi haft mun meira að segja en sundurgrafin gata á stað þar sem gengið er inn af Ingólfsstræti,“ sagði aðstoðarmaðurinn á Facebook. Vitaskuld þarf að gera upp götur í borginni. Það er hins vegar á ábyrgð borgarinnar að gefa nægjanlegan fyrirvara svo rekstraraðilar geti gert raunhæfar áætlanir og nauðsynlegar ráðstafanir. Fólk í fyrirtækjarekstri er í flestum tilfellum venjulegt fólk með allt sitt undir. Ef ummæli aðstoðarmannsins lýsa almennu viðhorfi borgaryfirvalda til atvinnurekenda er illt í efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hrina lokana fyrirtækja í borginni hefur riðið yfir undanfarna daga. Undanfarnar örfáar vikur hafa fjögur veitingahús á Hverfisgötu hætt rekstri; Dill, Systir, Mikkeller & Friends og Essensia og í gær læsti hin rótgróna sælkeraverslun Ostabúðin á Skólavörðustíg dyrum sínum. Reykjavík er margfalt fátækari fyrir vikið. Það verður seint sagt um borgina að hún sé vinveitt atvinnurekstri. Frekar er hún sér á báti borið saman við önnur sveitarfélög. Til að mynda með innheimtu fasteignaskatta. Tekjur borgarsjóðs af skattinum jukust um einn og hálfan milljarð frá 2018 til 2019. Borgin heldur áfram hæstu álagningu fasteignaskatts árið 2019, öfugt við mörg nágrannasveitarfélög. Blómlegur rekstur verslana, fyrirtækja og veitingastaða í borg er ein forsenda þess að þar sé eftirsóknarvert að búa. Hin mikla skattbyrði vegur sífellt þyngra í rekstri heimila og fyrirtækja. Óhjákvæmilega hefur þróunin leitt til hærra leiguverðs. Vitaskuld er fasteignaskattur ekki eina ástæða þess að fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar í Reykjavík. Að fullyrða slíkt er einföldun. Hlutverk borgarinnar hlýtur þó að snúast að minnsta kosti öðrum þræði um að búa þannig um hnútana að hér geti blómlegur rekstur þrifist. Liður í því væri að lækka fasteignaskatta og hlusta eftir gagnrýni sem fyrirtækjaeigendur í borginni hafa uppi. Svifasein og þung stjórnsýsla er þar á meðal. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur veitingastaðar í Vesturbænum biðu í 724 daga eftir vínveitingaleyfi. Forsendur rekstrarins voru brostnar þegar leyfið var loksins veitt og staðnum lokað. Dæmi um skeytingarleysi efsta lags stjórnenda borgarinnar er svar aðstoðarmanns borgarstjóra við réttmætum kvörtunum rekstraraðila við Hverfisgötu undanfarna daga. Gatan hefur verið uppgrafin og undirlögð af framkvæmdum síðan í vor. Borgin gefur lítið upp um áætluð verklok, hafði lítið samráð og skellti raunar framkvæmdum framan í kaupmenn og veitingahúsaeigendur sem fá enga ívilnun á móti. Eigendur fyrirtækja á svæðinu hafa kvartað yfir því að framkvæmdir gangi of hægt og hafi gríðarleg áhrif á aðgengi viðskiptavina að búðum og veitingahúsum á reitnum. Einn eigenda Dills lýsti uppgreftri Hverfisgötunnar sem „martröð“ í uppgjörsviðtali eftir lokun veitingastaðarins í síðustu viku. Aðstoðarmaður borgarstjóra gefur lítið fyrir þetta. „Það að Dill fari á hausinn hefur ekkert að gera með framkvæmdir á Hverfisgötu. Dill missti Michelin stjörnu, held að það hafi haft mun meira að segja en sundurgrafin gata á stað þar sem gengið er inn af Ingólfsstræti,“ sagði aðstoðarmaðurinn á Facebook. Vitaskuld þarf að gera upp götur í borginni. Það er hins vegar á ábyrgð borgarinnar að gefa nægjanlegan fyrirvara svo rekstraraðilar geti gert raunhæfar áætlanir og nauðsynlegar ráðstafanir. Fólk í fyrirtækjarekstri er í flestum tilfellum venjulegt fólk með allt sitt undir. Ef ummæli aðstoðarmannsins lýsa almennu viðhorfi borgaryfirvalda til atvinnurekenda er illt í efni.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun