Gamall talsmaður auðmanna? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 13. ágúst 2019 12:24 Í grein sinni „Nýi talsmaður kjötinnflytjenda” á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á „kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni. Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklina- og svínakjöti. Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018, sem er allt annað mál. Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti. Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki. Bent skal á að innflutningur er að stærstum hluta beinlaus vara. Væri innflutningur umreiknaður í kjöt með beini líkt og tíðkast við útflutning til ESB myndi hlutfall innflutnings af heildarneyslu hækka umtalsvert. Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það. Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni. Málfluttningur Ólafs og félags atvinnurekendaer að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu. FESK er ekki á móti innflutningi, heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist. Einnig telur FESK þörf á að flytja inn afurðir til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega, dæmi um það eru svínasíður (beikon). FESK leggur einnig áherslu á að gerðar séu sömu gæðakröfur til þeirra afurða sem fluttar eru inn til landsins og framleiddar eru hér á landi. Það er ljóst að með tollasamningum þá verða erlendar afurðir fluttar inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er hægt að ætlast til að afurðarstöðvar sitji hjá og verði fyrir þeim rekstrarskaða sem því fylgir að missa hlutdeild á markaði. Afurðarstöðvarnar neyðast því til að taka þátt í þessum tollasamningum. Það eru þó kostir við það að afurðarstöðvar hafi líka sinnt þessum innflutningi, ekki bara heildsalar. Afurðastöðvar hafa nýtt fjárfestingar í tækjabúnaði og aðstöðu sem þegar eru til staðar og um leið aukið innlendan virðisauka með starfsafli sem fullvinnur vörurnar en ekki flutt inn forpakkaðar afurðir. Þekking afurðarstöðvanna á þessu sviði er einnig gríðarlegur kostur til að tryggja að bestu gæði skili sér til landsins í gegnum þessa tollkvóta en ekki bara það ódýrasta sem í boði er. Það kjöt sem afurðarstöðvar hafa flutt inn er frosið kjöt og líftími hugsanlegra sýkinga liðinn þegar vara kemur til landsins. Ef upp kæmi sýking á markaði í Evrópu er auðveldara að stöðva þær vörur í ferlinu þar sem um frysta vöru er að ræða. Staðan er því ansi kostuleg. Ólafur og félag atvinnurekenda eru að þrýsta á afurðarstöðvar að halda innflutningi áfram í nafni neytendaverndar, á sama tíma vilja afurðarstöðvar minnka innflutning, þar sem þörfin er ekki til staðar. Samhliða þessu hafa allar kannanir sem gerðar hafa verið sýnt að íslendingar velja miklu frekar íslenskar landbúnaðarvörur en þær innfluttu. Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkura fyrirtækja í félagi atvinnurekenda? Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga? Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK,Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni „Nýi talsmaður kjötinnflytjenda” á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á „kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni. Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklina- og svínakjöti. Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018, sem er allt annað mál. Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti. Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki. Bent skal á að innflutningur er að stærstum hluta beinlaus vara. Væri innflutningur umreiknaður í kjöt með beini líkt og tíðkast við útflutning til ESB myndi hlutfall innflutnings af heildarneyslu hækka umtalsvert. Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það. Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni. Málfluttningur Ólafs og félags atvinnurekendaer að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu. FESK er ekki á móti innflutningi, heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist. Einnig telur FESK þörf á að flytja inn afurðir til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega, dæmi um það eru svínasíður (beikon). FESK leggur einnig áherslu á að gerðar séu sömu gæðakröfur til þeirra afurða sem fluttar eru inn til landsins og framleiddar eru hér á landi. Það er ljóst að með tollasamningum þá verða erlendar afurðir fluttar inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er hægt að ætlast til að afurðarstöðvar sitji hjá og verði fyrir þeim rekstrarskaða sem því fylgir að missa hlutdeild á markaði. Afurðarstöðvarnar neyðast því til að taka þátt í þessum tollasamningum. Það eru þó kostir við það að afurðarstöðvar hafi líka sinnt þessum innflutningi, ekki bara heildsalar. Afurðastöðvar hafa nýtt fjárfestingar í tækjabúnaði og aðstöðu sem þegar eru til staðar og um leið aukið innlendan virðisauka með starfsafli sem fullvinnur vörurnar en ekki flutt inn forpakkaðar afurðir. Þekking afurðarstöðvanna á þessu sviði er einnig gríðarlegur kostur til að tryggja að bestu gæði skili sér til landsins í gegnum þessa tollkvóta en ekki bara það ódýrasta sem í boði er. Það kjöt sem afurðarstöðvar hafa flutt inn er frosið kjöt og líftími hugsanlegra sýkinga liðinn þegar vara kemur til landsins. Ef upp kæmi sýking á markaði í Evrópu er auðveldara að stöðva þær vörur í ferlinu þar sem um frysta vöru er að ræða. Staðan er því ansi kostuleg. Ólafur og félag atvinnurekenda eru að þrýsta á afurðarstöðvar að halda innflutningi áfram í nafni neytendaverndar, á sama tíma vilja afurðarstöðvar minnka innflutning, þar sem þörfin er ekki til staðar. Samhliða þessu hafa allar kannanir sem gerðar hafa verið sýnt að íslendingar velja miklu frekar íslenskar landbúnaðarvörur en þær innfluttu. Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkura fyrirtækja í félagi atvinnurekenda? Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga? Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK,Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar