Íslendingar ekki lengur meðal eigenda Tiger í Noregi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:45 Vöruúrvalið í Flying Tiger Copenhagen, sem hét áður Tiger, er fjölbreytt. Getty/Jeff Greenberg Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum. Noregur Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum.
Noregur Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira