Er ráðherra loks orðlaus? Guðjón S. Brjánsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.Orðin tóm Það hefur ekkert skort á orðaflaum ráðherrans og yfirlýsingar um þörf á aðgerðum hér og hvar og að markmið hans séu skýr, jafnvel háleit og viljinn einnig. Hver skýrslan rekur aðra, samantektir um þörf og aðkallandi málefni þar sem lausnir liggja þó oft giska ljósar fyrir. Orð eru bara ekki nóg. Almenningur fær iðulega á tilfinninguna að skipan starfshóps eða gerð skýrslu sé til þess eins að draga mál á langinn og koma sér hjá því að taka afstöðu, hefja aðgerðir. Með þessu vil ég þó ekki gera lítið úr vönduðum undirbúningi og faglegum vinnubrögðum í hverju máli. Þau atriði eiga alltaf við. Hins vegar þurfa orðum og yfirlýsingum, jafnvel kosningaloforðum, að fylgja raunverulegar aðgerðir, að verkin tali. Nú er hrópað á efndir. Tækifærin ekki notuð Á undanförnum misserum höfum við Íslendingar búið við einstaka efnahagslega velsæld. Við jafnaðarmenn höfum leitast við að standa vaktina, skynjum nefnilega betur en margur að velferðin nær ekki til allra. Við höfum rætt um fátækt og misskiptingu í samfélaginu og raunhæfar leiðir til úrbóta. Stórir hópar barna, öryrkja og aldraðra búa við ósæmandi kjör sem er hneyksli fyrir velferðarsamfélag. Félagsmálaráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum telur að ríkur skilningur sé innan ríkisstjórnarinnar á aðstæðum þeirra hópa sem höllum fæti standa. Þetta er hrein skrumskæling. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki alvöru áhuga á að koma til móts við þá efnaminnstu, þá sem búa við fátækt á Íslandi. Þetta á jafnt við um ungar barnafjölskyldur, fólk með skerta starfsorku og þá hina eldri. Þetta sýna áherslur ríkisstjórnarinnar í verki, hún hefur fengið tækifærin og það þarf ekki vitnanna við. Fátækastir aldraðra Ég nefni hér bara eitt dæmi sem ég hef áður fjallað um. Það er sú hneisa sem snýr að 3.000 öldruðum einstaklingum á Íslandi árið 2019. Þeim er gert að draga fram lífið á tryggingabótum sem eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Ráðherra kvaðst vilja gera betur og skipaði starfshóp um málið í fyrra þótt býsna skýrt lægi fyrir hvert umfang vandans væri. Átta mánuðir eru liðnir frá því að skýrsla var lögð fram, ekkert bólar á viðbrögðum. Þessi skýrt afmarkaði og fátækasti hópur aldraðra lifir enn við niðurlægjandi kjör. Engu svarað Á vordögum lagði ég fram skriflega fyrirspurn til ráðherra á Alþingi í fjórum liðum um þetta mál og átti raunar von á skjótum svörum eða a.m.k. í samræmi við vinnureglur þingsins. Svör hafa enn ekki borist né skýringar á þeim drætti sem orðið hefur. Það er kannski ekki að undra að á hugann leiti yfirlýsingar stjórnarflokkanna fyrir kosningar um áherslur í velferðar- og heilbrigðismálum. Þar stendur nú ekki steinn yfir steini. Nú á miðju kjörtímabili má þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu vera ljóst hvert stefnir. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna mun ekki beita sér fyrir breytingum á þeirra kjörum. Enn og aftur ganga þessir flokkar á bak orða sinna og svíkja þá sem síst skyldi.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.Orðin tóm Það hefur ekkert skort á orðaflaum ráðherrans og yfirlýsingar um þörf á aðgerðum hér og hvar og að markmið hans séu skýr, jafnvel háleit og viljinn einnig. Hver skýrslan rekur aðra, samantektir um þörf og aðkallandi málefni þar sem lausnir liggja þó oft giska ljósar fyrir. Orð eru bara ekki nóg. Almenningur fær iðulega á tilfinninguna að skipan starfshóps eða gerð skýrslu sé til þess eins að draga mál á langinn og koma sér hjá því að taka afstöðu, hefja aðgerðir. Með þessu vil ég þó ekki gera lítið úr vönduðum undirbúningi og faglegum vinnubrögðum í hverju máli. Þau atriði eiga alltaf við. Hins vegar þurfa orðum og yfirlýsingum, jafnvel kosningaloforðum, að fylgja raunverulegar aðgerðir, að verkin tali. Nú er hrópað á efndir. Tækifærin ekki notuð Á undanförnum misserum höfum við Íslendingar búið við einstaka efnahagslega velsæld. Við jafnaðarmenn höfum leitast við að standa vaktina, skynjum nefnilega betur en margur að velferðin nær ekki til allra. Við höfum rætt um fátækt og misskiptingu í samfélaginu og raunhæfar leiðir til úrbóta. Stórir hópar barna, öryrkja og aldraðra búa við ósæmandi kjör sem er hneyksli fyrir velferðarsamfélag. Félagsmálaráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum telur að ríkur skilningur sé innan ríkisstjórnarinnar á aðstæðum þeirra hópa sem höllum fæti standa. Þetta er hrein skrumskæling. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki alvöru áhuga á að koma til móts við þá efnaminnstu, þá sem búa við fátækt á Íslandi. Þetta á jafnt við um ungar barnafjölskyldur, fólk með skerta starfsorku og þá hina eldri. Þetta sýna áherslur ríkisstjórnarinnar í verki, hún hefur fengið tækifærin og það þarf ekki vitnanna við. Fátækastir aldraðra Ég nefni hér bara eitt dæmi sem ég hef áður fjallað um. Það er sú hneisa sem snýr að 3.000 öldruðum einstaklingum á Íslandi árið 2019. Þeim er gert að draga fram lífið á tryggingabótum sem eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Ráðherra kvaðst vilja gera betur og skipaði starfshóp um málið í fyrra þótt býsna skýrt lægi fyrir hvert umfang vandans væri. Átta mánuðir eru liðnir frá því að skýrsla var lögð fram, ekkert bólar á viðbrögðum. Þessi skýrt afmarkaði og fátækasti hópur aldraðra lifir enn við niðurlægjandi kjör. Engu svarað Á vordögum lagði ég fram skriflega fyrirspurn til ráðherra á Alþingi í fjórum liðum um þetta mál og átti raunar von á skjótum svörum eða a.m.k. í samræmi við vinnureglur þingsins. Svör hafa enn ekki borist né skýringar á þeim drætti sem orðið hefur. Það er kannski ekki að undra að á hugann leiti yfirlýsingar stjórnarflokkanna fyrir kosningar um áherslur í velferðar- og heilbrigðismálum. Þar stendur nú ekki steinn yfir steini. Nú á miðju kjörtímabili má þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu vera ljóst hvert stefnir. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna mun ekki beita sér fyrir breytingum á þeirra kjörum. Enn og aftur ganga þessir flokkar á bak orða sinna og svíkja þá sem síst skyldi.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun