„Sturluðumst af gleði þegar við komumst upp fyrir Serba“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2019 19:30 Ari Bragi, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi. mynd/stöð 2 Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31