Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 15:15 Sprengingin við hverfislögreglustöð við Norðurbrú aðfaranótt föstudags er níunda í röðinni á innan við hálfu ári. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55