Farage hæddist að konungsfjölskyldunni vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 09:49 Farage á ráðstefnu hægrimanna í Sydney um helgina. Vísir/EPA Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira