Bardagakonan Paige VanZant: Fæ meiri pening á Instagram en fyrir að berjast í búrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 13:30 Paige VanZant Getty/Mike Roach Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White. MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira
Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White.
MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira