Lars verðlaunaði Håland með landsliðssæti eftir tíu mörk í fyrstu sex leikjunum með nýja liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2019 13:30 Håland hefur verið sjóðheitur í fyrstu leikjum sínum með Red Bull Salzburg. vísir/getty Lars Lagerbäck valdi ungstirnið Erling Braut Håland í norska landsliðshópinn sem mætir Möltu og Svíþjóð í undankeppni EM 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 19 ára Håland er valinn í A-landsliðið. Strákurinn hefur farið frábærlega af stað með Red Bull Salzburg í Austurríki. Håland hefur skorað sjö mörk í fyrstu fimm leikjum Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni og þá gerði hann þrennu í bikarleik með liðinu. Salzburg keypti Håland frá Molde í fyrra. Hann skoraði 16 mörk í 30 leikjum með Molde í öllum keppnum á síðasta tímabili. Mikla athygli vakti þegar Håland skoraði níu mörk í 12-0 sigri Noregs á Hondúras á HM U-20 ára í Póllandi í sumar. Þetta var reyndar eini leikurinn sem hann skoraði í á HM en það dugði honum til að vinna Gullskóinn. Håland hefur leikið fyrir öll yngri landslið Noregs og fær núna tækifæri með A-landsliðinu. Hann er annar tveggja nýliða í norska landsliðshópnum. Hinn er miðjumaðurinn Mathias Normann, samherji Ragnars Sigurðssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Rostov. Håland er sonur Alf-Inge Håland sem lék 34 landsleiki á árunum 1994-2001. Hann lék í tíu ár á Englandi, með Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin níu sem Håland skoraði gegn Hondúras Bjartasta vonin í norskum fótbolta fór hamförum gegn Hondrúas á HM U-20 ára. 31. maí 2019 06:00 Sonur Hålands skoraði níu mörk í einum og sama leiknum á HM Norski framherjinn Erling Braut Håland setti met með níu mörkum gegn Hondúras í dag. 30. maí 2019 18:09 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Sjá meira
Lars Lagerbäck valdi ungstirnið Erling Braut Håland í norska landsliðshópinn sem mætir Möltu og Svíþjóð í undankeppni EM 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 19 ára Håland er valinn í A-landsliðið. Strákurinn hefur farið frábærlega af stað með Red Bull Salzburg í Austurríki. Håland hefur skorað sjö mörk í fyrstu fimm leikjum Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni og þá gerði hann þrennu í bikarleik með liðinu. Salzburg keypti Håland frá Molde í fyrra. Hann skoraði 16 mörk í 30 leikjum með Molde í öllum keppnum á síðasta tímabili. Mikla athygli vakti þegar Håland skoraði níu mörk í 12-0 sigri Noregs á Hondúras á HM U-20 ára í Póllandi í sumar. Þetta var reyndar eini leikurinn sem hann skoraði í á HM en það dugði honum til að vinna Gullskóinn. Håland hefur leikið fyrir öll yngri landslið Noregs og fær núna tækifæri með A-landsliðinu. Hann er annar tveggja nýliða í norska landsliðshópnum. Hinn er miðjumaðurinn Mathias Normann, samherji Ragnars Sigurðssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Rostov. Håland er sonur Alf-Inge Håland sem lék 34 landsleiki á árunum 1994-2001. Hann lék í tíu ár á Englandi, með Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin níu sem Håland skoraði gegn Hondúras Bjartasta vonin í norskum fótbolta fór hamförum gegn Hondrúas á HM U-20 ára. 31. maí 2019 06:00 Sonur Hålands skoraði níu mörk í einum og sama leiknum á HM Norski framherjinn Erling Braut Håland setti met með níu mörkum gegn Hondúras í dag. 30. maí 2019 18:09 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Sjá meira
Sjáðu mörkin níu sem Håland skoraði gegn Hondúras Bjartasta vonin í norskum fótbolta fór hamförum gegn Hondrúas á HM U-20 ára. 31. maí 2019 06:00
Sonur Hålands skoraði níu mörk í einum og sama leiknum á HM Norski framherjinn Erling Braut Håland setti met með níu mörkum gegn Hondúras í dag. 30. maí 2019 18:09