Hvað er náinn bandamaður? Þorsteinn Pálsson skrifar 23. ágúst 2019 09:00 Frá lýðveldisstofnun hafa Bandaríkin verið nánasti bandamaður Íslands. Fyrir því eru margar ástæður. Bandaríkin réðu úrslitum um alþjóðlega viðurkenningu á stofnun lýðveldisins. Þau deildu sömu grundvallargildum um lýðræði og mannréttindi og við. Þau höfðu forystu um að sameina Evrópuþjóðir á sviði varna og viðskipta. Það var auðna okkar. Og þau ábyrgjast hervarnir Íslands. Í þessu ljósi hafa Íslendingar eins og aðrar vestrænar þjóðir talað um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga hins frjálsa heims. Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti hefur þessi ímynd fölnað svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Nú finnst flestum að það sé tungubrjótur að tala um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga vestrænna gilda og frjálsra þjóða. Þegar ástæðurnar fyrir þessum umskiptum eru allt í einu komnar í norrænt samhengi snertir það enn frekar við tilfinningum margra. Fyrir skömmu gerði forseti Bandaríkjanna tilraun til þess að hafa áhrif á framgang réttvísinnar í Svíþjóð. Og nú sýnir hann Dönum klærnar fyrir þá sök að vilja ekki fara í fasteignaviðskipti með Grænland. Það er langt síðan erlendur þjóðhöfðingi hefur gengið jafn langt í að lítilsvirða norræn gildi. Sumir segja að þjóðir heims eigi að leiða persónu Trumps hjá sér. Gott væri ef það væri léttur leikur. Það væri líka þægilegt að slá lítilsvirðingunni við grunngildi vestrænna þjóða upp í grín. Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa reynt hvort tveggja. En það virkar ekki. Vandinn er sá að Donald Trump er þjóðkjörinn. Hann talar í nafni mesta efnahags- og herveldis í heimi. Gagnvart öðrum þjóðum er forseti Bandaríkjanna Bandaríkin. Nú róa Bandaríkin að því öllum árum að losa um efnahags- og viðskiptasamstarf Evrópu. Loforð um stórkostlegan efnahags- og viðskiptasamning við Breta hefur átt drjúgan þátt í því að draga þá út úr Evrópusambandinu og veikja það. Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem mest tapa á þeim umbrotum öllum. Jafnvel þótt grunngildi norrænnar lýðræðishefðar séu í húfi þurfa Norðurlönd rétt eins og margar stærri þjóðir að horfa á samskipti við Bandaríkin af sjónarhóli raunsæis. En á einhverjum tímapunkti hlýtur þessi spurning að vakna: Hvað er náinn bandamaður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Frá lýðveldisstofnun hafa Bandaríkin verið nánasti bandamaður Íslands. Fyrir því eru margar ástæður. Bandaríkin réðu úrslitum um alþjóðlega viðurkenningu á stofnun lýðveldisins. Þau deildu sömu grundvallargildum um lýðræði og mannréttindi og við. Þau höfðu forystu um að sameina Evrópuþjóðir á sviði varna og viðskipta. Það var auðna okkar. Og þau ábyrgjast hervarnir Íslands. Í þessu ljósi hafa Íslendingar eins og aðrar vestrænar þjóðir talað um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga hins frjálsa heims. Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti hefur þessi ímynd fölnað svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Nú finnst flestum að það sé tungubrjótur að tala um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga vestrænna gilda og frjálsra þjóða. Þegar ástæðurnar fyrir þessum umskiptum eru allt í einu komnar í norrænt samhengi snertir það enn frekar við tilfinningum margra. Fyrir skömmu gerði forseti Bandaríkjanna tilraun til þess að hafa áhrif á framgang réttvísinnar í Svíþjóð. Og nú sýnir hann Dönum klærnar fyrir þá sök að vilja ekki fara í fasteignaviðskipti með Grænland. Það er langt síðan erlendur þjóðhöfðingi hefur gengið jafn langt í að lítilsvirða norræn gildi. Sumir segja að þjóðir heims eigi að leiða persónu Trumps hjá sér. Gott væri ef það væri léttur leikur. Það væri líka þægilegt að slá lítilsvirðingunni við grunngildi vestrænna þjóða upp í grín. Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa reynt hvort tveggja. En það virkar ekki. Vandinn er sá að Donald Trump er þjóðkjörinn. Hann talar í nafni mesta efnahags- og herveldis í heimi. Gagnvart öðrum þjóðum er forseti Bandaríkjanna Bandaríkin. Nú róa Bandaríkin að því öllum árum að losa um efnahags- og viðskiptasamstarf Evrópu. Loforð um stórkostlegan efnahags- og viðskiptasamning við Breta hefur átt drjúgan þátt í því að draga þá út úr Evrópusambandinu og veikja það. Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem mest tapa á þeim umbrotum öllum. Jafnvel þótt grunngildi norrænnar lýðræðishefðar séu í húfi þurfa Norðurlönd rétt eins og margar stærri þjóðir að horfa á samskipti við Bandaríkin af sjónarhóli raunsæis. En á einhverjum tímapunkti hlýtur þessi spurning að vakna: Hvað er náinn bandamaður?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun