„Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 15:15 Chris Davies hefur tjáð sig mikið að undanförnu um makrílkvóta Íslendinga. Fréttablaðið/GVA Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína.
Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent