Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. ágúst 2019 17:00 Forsætisráðherrar Norðurlandanna ásamt Angelu Merkel í Viðey í dag. vísir/egill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. Katrín segir í samtali við fréttastofu að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafi reglulega átt fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá sé áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með. Á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðey í dag kvaðst Merkel taka vel í boð ráðherranna um nýjan samráðsvettvang en sagði ákvörðun ekki liggja fyrir varðandi það hvort boðinu verði tekið.Mikilvægt að koma því á framfæri að þjóðirnar ætli að standa saman Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi að umræður norrænu leiðtoganna og Merkel í morgun hafi verið góðar. „Heimurinn er að breytast mikið. Það er mikilvægast fyrir okkur að koma því á framfæri í dag að við ætlum að standa saman, ekki bara Norðurlöndin, heldur viljum við öll meiri samvinnu á milli Norðurlandanna og Þýskalands. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Við deilum sömu gildum og við deilum líka sömu hugmyndum um hvernig heim við viljum skapa fyrir börnin okkar,“ sagði Frederiksen.Farið yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem hafa skal að leiðarljósi þegar tekist er á við þær Katrín segir að á fundinum í morgun hafi ráðherrarnir og kanslarinn rætt stöðu stjórnmálanna og stóru áskoranirnar sem eru fram undan. „Þar vorum við að tala um loftslagsvána, við vorum að tala um fjórðu iðnbyltinguna og áhrifin á vinnumarkaðinn og við vorum að tala um lýðræðið og stöðu stjórnmálanna. Þannig að það má segja að við höfum verið að fara yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í því hvernig við tökumst á við þær. Útkoman úr þessum fundi er að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafa átt reglulega fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá er áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Katrín. Merkel hafi tekið boðinu um aukið samráð mjög vel. „Þetta á rætur sínar að rekja til heimsóknar minnar til Berlínar í fyrra þannig að þá vildi ég gjarnan bjóða henni á tvíhliða fund hér en mér fannst gott að sameina það þessum árlega sumarfundi norrænu forsætisráðherranna þar sem við höfum einmitt stundum verið með aðra gesti og náð svona breiðara samtali.“Tímamótafundur hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða Aðspurð hvernig það hafi verið að taka á móti Merkel segir Katrín að það hafi verið mjög gott. Merkel þekki stjórnmálasviðið gríðarlega vel og þekki söguna mjög vel. Það hafi því verið áhugavert að hlusta á hana fara yfir stjórnmálaástandið út frá sinni reynslu. „En hún sýnir líka Íslandi mikinn hlýhug finnst mér með því að koma hingað á tvíhliða fund. Það var einmitt áhugavert að ganga með henni um Þingvelli í gær og átta sig á því hversu mikinn áhuga hún hefur bæði á sögunni og samfélaginu hér,“ segir Katrín. Katrín segir að fundurinn hafi að hennar mati markað ákveðin tímamót hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða. „Þar sem við staðfestum okkar sýn Norðurlandanna til 2030 þar sem umhverfismálin verða í öndvegi, þar sem við stefnum að því að verða sjálfbærasta svæði veraldar. Við tókum allan morguninn í það að ræða aðgerðir gegn loftslagsvánni og til hvaða aðgerða einstök lönd innan Norðurlandanna eru að grípa til að stefna að kolefnishlutleysi.“ Norðurlöndin telji að saman geti þau náð auknum slagkrafti á alþjóðasviðinu. „Og við viljum senda mjög sterk skilaboð inn á loftslagsfundinn í New York núna í september að Norðurlöndin vilji sjá skýrar aðgerðir gegn loftslagsvánni. Um leið teljum við að við getum náð aukinni samlegð með því að vinna saman inn á við að þeim aðgerðum sem við erum að vinna að hvert í sínu lagi núna.“ Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. Katrín segir í samtali við fréttastofu að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafi reglulega átt fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá sé áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með. Á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðey í dag kvaðst Merkel taka vel í boð ráðherranna um nýjan samráðsvettvang en sagði ákvörðun ekki liggja fyrir varðandi það hvort boðinu verði tekið.Mikilvægt að koma því á framfæri að þjóðirnar ætli að standa saman Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi að umræður norrænu leiðtoganna og Merkel í morgun hafi verið góðar. „Heimurinn er að breytast mikið. Það er mikilvægast fyrir okkur að koma því á framfæri í dag að við ætlum að standa saman, ekki bara Norðurlöndin, heldur viljum við öll meiri samvinnu á milli Norðurlandanna og Þýskalands. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Við deilum sömu gildum og við deilum líka sömu hugmyndum um hvernig heim við viljum skapa fyrir börnin okkar,“ sagði Frederiksen.Farið yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem hafa skal að leiðarljósi þegar tekist er á við þær Katrín segir að á fundinum í morgun hafi ráðherrarnir og kanslarinn rætt stöðu stjórnmálanna og stóru áskoranirnar sem eru fram undan. „Þar vorum við að tala um loftslagsvána, við vorum að tala um fjórðu iðnbyltinguna og áhrifin á vinnumarkaðinn og við vorum að tala um lýðræðið og stöðu stjórnmálanna. Þannig að það má segja að við höfum verið að fara yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í því hvernig við tökumst á við þær. Útkoman úr þessum fundi er að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafa átt reglulega fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá er áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Katrín. Merkel hafi tekið boðinu um aukið samráð mjög vel. „Þetta á rætur sínar að rekja til heimsóknar minnar til Berlínar í fyrra þannig að þá vildi ég gjarnan bjóða henni á tvíhliða fund hér en mér fannst gott að sameina það þessum árlega sumarfundi norrænu forsætisráðherranna þar sem við höfum einmitt stundum verið með aðra gesti og náð svona breiðara samtali.“Tímamótafundur hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða Aðspurð hvernig það hafi verið að taka á móti Merkel segir Katrín að það hafi verið mjög gott. Merkel þekki stjórnmálasviðið gríðarlega vel og þekki söguna mjög vel. Það hafi því verið áhugavert að hlusta á hana fara yfir stjórnmálaástandið út frá sinni reynslu. „En hún sýnir líka Íslandi mikinn hlýhug finnst mér með því að koma hingað á tvíhliða fund. Það var einmitt áhugavert að ganga með henni um Þingvelli í gær og átta sig á því hversu mikinn áhuga hún hefur bæði á sögunni og samfélaginu hér,“ segir Katrín. Katrín segir að fundurinn hafi að hennar mati markað ákveðin tímamót hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða. „Þar sem við staðfestum okkar sýn Norðurlandanna til 2030 þar sem umhverfismálin verða í öndvegi, þar sem við stefnum að því að verða sjálfbærasta svæði veraldar. Við tókum allan morguninn í það að ræða aðgerðir gegn loftslagsvánni og til hvaða aðgerða einstök lönd innan Norðurlandanna eru að grípa til að stefna að kolefnishlutleysi.“ Norðurlöndin telji að saman geti þau náð auknum slagkrafti á alþjóðasviðinu. „Og við viljum senda mjög sterk skilaboð inn á loftslagsfundinn í New York núna í september að Norðurlöndin vilji sjá skýrar aðgerðir gegn loftslagsvánni. Um leið teljum við að við getum náð aukinni samlegð með því að vinna saman inn á við að þeim aðgerðum sem við erum að vinna að hvert í sínu lagi núna.“
Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15