Stjórnkænska og styrkur Einar Benediktsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Sjá meira
Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun