Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Anton Ingi Leifsson skrifar 30. ágúst 2019 21:15 Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Ísland mætir Moldóvu á Laugardalsvellinum laugardaginn 7. september. Þriðjudaginn 10. september sækir Ísland svo Albaníu heim. Alfreð Finnbogason er ekki í leikmannahópi Íslands en hann er frá vegna meiðsla. Svíinn greindi frá ástæðunni en Alfreð er enn að jafna sig eftir aðgerð. „Við Alfreð áttum gott samtal. Honum líður betur og betur og spilaði aðeins í síðasta leik og gæti spilað um helgina,“ sagði Erik Hamren við Hörð Magnússon. „Í samræðum okkar kom fram að hann vill vera í fullkomni formi í næsta leik og á síðasta ári spilaði hann ekki alveg heill fyrir Ísland.“ Birkir Már Sævarsson, næst leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, er ekki í leikmannahópnum en Hamrén lokar þó ekki dyrunum á Valsarann. „Ég loka engum dyrum svo við munum sjá til í framtíðinni en að þessu sinni tel ég okkur hafa leikmenn sem eru honum framar.“ Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru í hópnum en þeir eru án félags. Hamrén hefur ekki áhyggjur af þeim. „Sem þjálfari vill maður auðvitað að þeir séu með félag og spili eins mikið og mögulegt er. Það væri auðvitað best en þetta er staðan.“ „Birkir og Emil hafa sýnt það í gegnum tíðina og í júní hvað þeir búa yfir mikilli reynslu og gæðum. Þeir eru miklir fagmenn og koma í mjög góðu formi.“ „Ég myndi segja að þeir væru í betra formi núna en þeir voru í júní og þá voru þeir mjög góðir fyrir þetta lið,“ sagði Hamren. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Ísland mætir Moldóvu á Laugardalsvellinum laugardaginn 7. september. Þriðjudaginn 10. september sækir Ísland svo Albaníu heim. Alfreð Finnbogason er ekki í leikmannahópi Íslands en hann er frá vegna meiðsla. Svíinn greindi frá ástæðunni en Alfreð er enn að jafna sig eftir aðgerð. „Við Alfreð áttum gott samtal. Honum líður betur og betur og spilaði aðeins í síðasta leik og gæti spilað um helgina,“ sagði Erik Hamren við Hörð Magnússon. „Í samræðum okkar kom fram að hann vill vera í fullkomni formi í næsta leik og á síðasta ári spilaði hann ekki alveg heill fyrir Ísland.“ Birkir Már Sævarsson, næst leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, er ekki í leikmannahópnum en Hamrén lokar þó ekki dyrunum á Valsarann. „Ég loka engum dyrum svo við munum sjá til í framtíðinni en að þessu sinni tel ég okkur hafa leikmenn sem eru honum framar.“ Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru í hópnum en þeir eru án félags. Hamrén hefur ekki áhyggjur af þeim. „Sem þjálfari vill maður auðvitað að þeir séu með félag og spili eins mikið og mögulegt er. Það væri auðvitað best en þetta er staðan.“ „Birkir og Emil hafa sýnt það í gegnum tíðina og í júní hvað þeir búa yfir mikilli reynslu og gæðum. Þeir eru miklir fagmenn og koma í mjög góðu formi.“ „Ég myndi segja að þeir væru í betra formi núna en þeir voru í júní og þá voru þeir mjög góðir fyrir þetta lið,“ sagði Hamren.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira