„Hann kenndi eymsla í mjöðm og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Flugvélin sem var á leið frá Seattle til London hélt svo för sinni áfram til áfangastaðar,“ segir í tilkynningunni.
Meinað að fara í flug vegna ölvunar
Þar segir ennfremur frá tveimur erlendum karlmönnum sem hafi um helgina verið meinað að fara í flug til Vilnius í Litháen vegna mikillar ölvunar.„Lögreglumenn á Suðurnesjum fóru á staðinn og ræddu við mennina. Þeim var tjáð að þeir yrðu að yfirgefa flugstöðina og láta renna af sér áður en þeir mættu aftur til leiks.
Skömmu síðar barst lögreglu önnur tilkynning þess efnis að sömu aðilar væru dettandi fyrir utan FLE. Enn var haft tal af þeim og þeim síðan komið í leigubifreið sem ferjaði þá til Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni.