Gerum landsbyggðina máttuga aftur! Einar Freyr Elínarson skrifar 4. september 2019 07:00 Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Skóla - og menntamál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar