Getur ekki beðið eftir að spila á Old Trafford: „Skemmir ekki fyrir að við eigum ágæta möguleika“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. september 2019 06:00 Rúnar Már Sigurjónsson er í íslenska landsliðshópnum sem æfði saman í fyrsta sinn í gær á Laugardalsvelli fyrir komandi leiki. Ísland mætir Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Eftir viku mæta Íslendingar svo Albönum ytra. Rúnar Már leikur með Astana í Kasakstan en þeir eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar drógust þeir í riðli með Manchester United og Rúnar er því eðlilega spenntur. „Það er draumur. Ég held að flestir væru tilbúnir að spila á Old Trafford einhvern tímann á lífsleiðinni,“ sagði Rúnar Már fyrir landsliðsæfingu gærdagsins. „Auðvitað get ég ekki beðið. Það er stutt í þetta en maður er að einbeita sér að því sem er í gangi núna.“ Leikurinn á Old Trafford fer fram eftir rúmar tvær vikur, eða nánar tiltekið þann 19. september, og fólkið hans Rúnars mun mæta fylktu liði. „Það er mjög sérstakt fyrir mig og fjölskylduna þar sem þar eru margir stuðningsmenn Manchester United. Ég er mjög glaður fyrir hönd vina og fjölskyldu því þau fá að upplifa þetta líka.“ Rúnar gat ekki farið í gegnum viðtalið með því að skjóta aðeins á gengi United og sagði að Astana ætti fínan möguleika gegn enska stórliðinu. „Þetta verður mjög áhugaverð lífsreynsla og ég held að það skemmi ekki fyrir að við eigum ágætis möguleika líka.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson er í íslenska landsliðshópnum sem æfði saman í fyrsta sinn í gær á Laugardalsvelli fyrir komandi leiki. Ísland mætir Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Eftir viku mæta Íslendingar svo Albönum ytra. Rúnar Már leikur með Astana í Kasakstan en þeir eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar drógust þeir í riðli með Manchester United og Rúnar er því eðlilega spenntur. „Það er draumur. Ég held að flestir væru tilbúnir að spila á Old Trafford einhvern tímann á lífsleiðinni,“ sagði Rúnar Már fyrir landsliðsæfingu gærdagsins. „Auðvitað get ég ekki beðið. Það er stutt í þetta en maður er að einbeita sér að því sem er í gangi núna.“ Leikurinn á Old Trafford fer fram eftir rúmar tvær vikur, eða nánar tiltekið þann 19. september, og fólkið hans Rúnars mun mæta fylktu liði. „Það er mjög sérstakt fyrir mig og fjölskylduna þar sem þar eru margir stuðningsmenn Manchester United. Ég er mjög glaður fyrir hönd vina og fjölskyldu því þau fá að upplifa þetta líka.“ Rúnar gat ekki farið í gegnum viðtalið með því að skjóta aðeins á gengi United og sagði að Astana ætti fínan möguleika gegn enska stórliðinu. „Þetta verður mjög áhugaverð lífsreynsla og ég held að það skemmi ekki fyrir að við eigum ágætis möguleika líka.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira