Jón Daði: Kominn tími til að skora þetta landsliðsmark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 12:00 Jón Daði fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm „Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
„Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46
Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51