Uppsagnir á auglýsingastofunni Brandenburg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2019 11:51 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Brandenburg. Fréttablaðið/ernir Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar. Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira