Lofar stöðugu stuði og klikkaðri listdagskrá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2019 13:29 Dagana 19. - 22. september fer fram klikkuð menningarhátíð í tilefni af fjörutíu ára afmæli Geðhjálpar. Klikkuð menning Landsamtökin Geðhjálp fagna fjörutíu ára afmæli sínu í næsta mánuði. Samtökin hafa af því tilefni blásið til klikkaðrar menningarhátíðar sem hefst í dag. Verkefnastjóri Klikkaðrar menningarhátíðar vill með fjölbreyttum viðburðum og uppákomum fagna fjölbreytileikanum og draga úr fordómum í samfélaginu. Tilgangur Samtakanna er að vinna að geðheilbrigðismálum og bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Hildur Loftsdóttir er verkefnastjóri klikkaðrar menningar. „Geðhjálp er að fagna fjörutíu ára afmæli níunda október og við vildum gera eitthvað mjög sérstakt og ætlum að halda stóra, klikkaða gleðihátíð,“ segir Hildur. Menningarhátíðin mun standa yfir í nokkra daga en hún hefst í dag klukkan fjögur. „Þar sem forseti Íslands mun ávarpa hátíðarsamkundu sem verður hátíð í hátíðarsal háskóla Íslands, svo verður önnur opnun sem verður í Bíó paradís klukkan sex. Svo verður dagskrá, stöðugt stuð, klikkuð listdagskrá á föstudag laugardag og sunnudag og það er frítt inn á alla viðburði.“ Á laugardaginn klukkan eitt í Hafnarhúsinu fer svo fram alþjóðlegt málþing um geðheilbrigðismál. „Þar verður Kári Stefánsson, Dr. Arnhild Lauveng frá Noregi og svo verður hún Mary O‘Hagan frá Nýja Sjálandi. Þetta eru mjög stórar stjörnur í geðheilbrigðis bransanum.“Hver er hugsunin á bakvið klikkaða menningarhátíð?„Hugsunin var að fagna fjölbreytileikanum í geðheilsu landsmanna. Fagna því að það eru geðrænir kvillar sem eru bæði upplifun en líka uppspretta listrænna hæfileika og þess vegna erum við með fullt af listrænum viðburðum en við erum einnig að ræða um geðheilbrigði í dag. Þegar allt kemur til alls þá er þetta bara hluti af því að minnka fordóma, hluti af því að normalísera að við erum öll með geðheilsu, hvort sem hún er slæm eða góð og allt þar á milli,“ segir Hildur. Heilbrigðismál Menning Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Landsamtökin Geðhjálp fagna fjörutíu ára afmæli sínu í næsta mánuði. Samtökin hafa af því tilefni blásið til klikkaðrar menningarhátíðar sem hefst í dag. Verkefnastjóri Klikkaðrar menningarhátíðar vill með fjölbreyttum viðburðum og uppákomum fagna fjölbreytileikanum og draga úr fordómum í samfélaginu. Tilgangur Samtakanna er að vinna að geðheilbrigðismálum og bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Hildur Loftsdóttir er verkefnastjóri klikkaðrar menningar. „Geðhjálp er að fagna fjörutíu ára afmæli níunda október og við vildum gera eitthvað mjög sérstakt og ætlum að halda stóra, klikkaða gleðihátíð,“ segir Hildur. Menningarhátíðin mun standa yfir í nokkra daga en hún hefst í dag klukkan fjögur. „Þar sem forseti Íslands mun ávarpa hátíðarsamkundu sem verður hátíð í hátíðarsal háskóla Íslands, svo verður önnur opnun sem verður í Bíó paradís klukkan sex. Svo verður dagskrá, stöðugt stuð, klikkuð listdagskrá á föstudag laugardag og sunnudag og það er frítt inn á alla viðburði.“ Á laugardaginn klukkan eitt í Hafnarhúsinu fer svo fram alþjóðlegt málþing um geðheilbrigðismál. „Þar verður Kári Stefánsson, Dr. Arnhild Lauveng frá Noregi og svo verður hún Mary O‘Hagan frá Nýja Sjálandi. Þetta eru mjög stórar stjörnur í geðheilbrigðis bransanum.“Hver er hugsunin á bakvið klikkaða menningarhátíð?„Hugsunin var að fagna fjölbreytileikanum í geðheilsu landsmanna. Fagna því að það eru geðrænir kvillar sem eru bæði upplifun en líka uppspretta listrænna hæfileika og þess vegna erum við með fullt af listrænum viðburðum en við erum einnig að ræða um geðheilbrigði í dag. Þegar allt kemur til alls þá er þetta bara hluti af því að minnka fordóma, hluti af því að normalísera að við erum öll með geðheilsu, hvort sem hún er slæm eða góð og allt þar á milli,“ segir Hildur.
Heilbrigðismál Menning Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira