Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2019 12:00 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. GETTY/ DAVID RYDER Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Seðlabankastjóri sagði að samdráttur í hagkerfinu yrði vægari er gert hafi verið ráð fyrir. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Ásgeir Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, var farið yfir stöðuna í hagkerfinu og þeirra spurningu varpað fram hvað orsakaði samdrátt í ferðaþjónustu. Á fundinum sagði seðlabankastjóri að íslenska hagkerfið væri á leið í niðursveiflu eftir átta ára samfelldan vöxt. Hann sagði að samdrátturinn yrði vægur, 0,2% á þessu ári en að hagkerfið myndi taka aftur við sér á næsta ári. „Seðlabankinn býr þar að auki yfir öflugum gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt stöðugleika ef til þess kemur og þegar til lengri tíma er litið hefur vaxtastig verið að hliðrast niður og við erum þá að færast nær öðrum löndum hvað það varðar. Hins vegar, meðal vestrænna ríkja þykir það forréttindi að geta lækkað vexti, það sem aðrar þjóðir í kringum okkur geta ekki gert,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum. „Þegar litið er fram á veginn gæti núverandi vaxtalækkunarferli haldið áfram líkt og gefið var til kynna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar. það er að segja að lækki verðbólguvæntingar áfram og áfram hægir á verðbólgu, þá eða hagvaxtarhorfur versni frá því sem nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir. Nokkur óvissa er til staðar um það hvernig ferðaþjónustan geti staðið af sér bæði kostnaðarhækkanir og áföll í utanlands flugi sem hún hefur orðið fyrir.“ Erfið staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd. Gylfi Zoëga sagði launakostnaðinn innan greinarinnar of háan og að hlutfall launa í heildartekjum ferðaþjónustufyrirtækja of hátt. Þar til tók hann sérstaklega íslensku flugfélöginen tvö þeirra, Primera Air og WOW air, fóru á hausinn. Gylfi bað þingmenn á fundinum að fylgjast með stöðu Icelandair og velti því upp hvenær eigið fé flugfélagsins yrði komið á hættustig. „Hætturnar sem steðja að núna eru þessar efnahagsreikningahremmingar ferðaþjónustunnar. Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reikning fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig. Það má ekki veðja þjóðarbúinu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma, hvað þær verða miklar og það er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi Zoëga, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Alþingi Boeing Efnahagsmál Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Seðlabankastjóri sagði að samdráttur í hagkerfinu yrði vægari er gert hafi verið ráð fyrir. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Ásgeir Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, var farið yfir stöðuna í hagkerfinu og þeirra spurningu varpað fram hvað orsakaði samdrátt í ferðaþjónustu. Á fundinum sagði seðlabankastjóri að íslenska hagkerfið væri á leið í niðursveiflu eftir átta ára samfelldan vöxt. Hann sagði að samdrátturinn yrði vægur, 0,2% á þessu ári en að hagkerfið myndi taka aftur við sér á næsta ári. „Seðlabankinn býr þar að auki yfir öflugum gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt stöðugleika ef til þess kemur og þegar til lengri tíma er litið hefur vaxtastig verið að hliðrast niður og við erum þá að færast nær öðrum löndum hvað það varðar. Hins vegar, meðal vestrænna ríkja þykir það forréttindi að geta lækkað vexti, það sem aðrar þjóðir í kringum okkur geta ekki gert,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum. „Þegar litið er fram á veginn gæti núverandi vaxtalækkunarferli haldið áfram líkt og gefið var til kynna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar. það er að segja að lækki verðbólguvæntingar áfram og áfram hægir á verðbólgu, þá eða hagvaxtarhorfur versni frá því sem nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir. Nokkur óvissa er til staðar um það hvernig ferðaþjónustan geti staðið af sér bæði kostnaðarhækkanir og áföll í utanlands flugi sem hún hefur orðið fyrir.“ Erfið staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd. Gylfi Zoëga sagði launakostnaðinn innan greinarinnar of háan og að hlutfall launa í heildartekjum ferðaþjónustufyrirtækja of hátt. Þar til tók hann sérstaklega íslensku flugfélöginen tvö þeirra, Primera Air og WOW air, fóru á hausinn. Gylfi bað þingmenn á fundinum að fylgjast með stöðu Icelandair og velti því upp hvenær eigið fé flugfélagsins yrði komið á hættustig. „Hætturnar sem steðja að núna eru þessar efnahagsreikningahremmingar ferðaþjónustunnar. Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reikning fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig. Það má ekki veðja þjóðarbúinu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma, hvað þær verða miklar og það er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi Zoëga, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Alþingi Boeing Efnahagsmál Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21