„Ég var eina konan í úrslitunum mínum á ÓL í Ríó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 15:30 McKenna Dahl. Mynd/paralympic.org Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl. Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Sjá meira
Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl.
Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Sjá meira