Meirihlutinn ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu grunnskólanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. september 2019 14:43 Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar