Erlent

Ástralski há­skóla­kennarinn sagður hafa verið yfir ár í ein­angrunar­vist

Sylvía Hall skrifar
Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018.
Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018. Twitter
Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018 og hafi verið látin sæta einangrunarvist síðan þá. Í frétt BBC er Gilbert sögð eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist.

Áður höfðu þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, verið nafngreind sem fangar í fangelsinu. Voru þau handtekinn á ferðalagi í byrjun júní. Haft var eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafði verið handtekið í grennd við Tehran fyrir að fljúga dróna.

Sjá einnig: Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir

Fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga og hafa stjórnendur fangelsisins ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi.

Gilbert er sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda og kennir við háskólann í Melbourne. Ekki er vitað fyrir hvaða sakir hún var fangelsuð en að sögn Times eru tíu ára fangelsisdómar alla jafna gefnir fyrir njósnir.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Gilbert segjast þau treysta á diplómatískar leiðir til þess að fá Gilbert úr fangelsinu og aftur heim til Ástralíu.

Hér að neðan má sjá viðtal við Gilbert frá árinu 2017.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×