Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 08:06 Jolie King og Mark Firkin á ferðalagi sínu. Instagram/@thewayoverland Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana. Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana.
Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira