Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 08:06 Jolie King og Mark Firkin á ferðalagi sínu. Instagram/@thewayoverland Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana. Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana.
Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira