Hjörtur búinn að vinna sér fast sæti í landsliðinu en spilar samt ekki sína stöðu Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 10:00 Hjörtur Hermannsson. Mynd/S2 Sport Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn