Aron Einar: Stál í stál í leikjum þessara liða Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 12:30 Aron Einar Gunnarsson. vísir/bára Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál EM 2020 í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, býst við miklum baráttuleik í kvöld þegar strákarnir mæta Albönum í undankeppni EM 2020. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið það og svo var einnig í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum sem Ísland vann 1-0. Íslenska liðið er í baráttu um tvö efstu sætin í riðlinum en þau gefa bæði sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. „Það er stutt á milli í þessu og við vitum hvað þetta er tæpt. Það eru þrjú lið sem eru með tólf stig og það er ekki mikið pláss fyrir það að misstíga sig. Við þurfum að halda áfram okkar leik. Við erum með ágætis mómentum og þurfum að halda því áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Albanska liðið tapaði 4-1 á móti Frökkum í París um helgina en það eru betri úrslit en hjá íslenska landsliðinu sem tapaði 4-0 á sama stað fyrr á þessu ári. Það var síðasta og eina tap íslenska liðsins í riðlinum. „Sjálfstraustið hjá Albönum er lágt eftir leikinn á móti Frökkum en við vitum það að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik á morgun og vilja ná fram hefndum. Þetta verður bara spurning hvernig við mætum þeim og við þurfum að byrja af krafti,“ sagði Aron Einar. Hann er að fara að spila sinn fjórða landsleik á móti Albaníu í kvöld. „Það hefur verið stál í stál í leikjum þessara liða. Maður man eftir þessum leikjum því það er mikill kraftur í mönnum og mikið um návígi og æsing. Það verður slíkt hið sama á morgun (í kvöld). Við verðum að vera klárir í stimpingar og tæklingar og kraft frá þeim,“ sagði Aron Einar en býr íslenska liðið að því að hafa unnið þægilegan sigur á Moldóvu um helgina. „Hann var ekki auðveldur en hann var vel skipulagður og vel spilaður af okkar hálfu. Mér fannst við slaka aðeins á í lokin og vorum kannski byrjaðir að einbeita okkur að þessum leik sem er gott og blessað. Kannski spöruðum við einhverja smá orku. Það var fínt að ná þremur stigum á heimavelli,“ sagði Aron Einar. „Við fórum vel yfir leikinn í gær og byrjuðum að funda um Albaníu í dag (í gær). Við höfum farið vel yfir þá og erum klárir í baráttu á morgun (í kvöld),“ sagði Aron Einar.Klippa: Aron Einar: Stál í stál
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira