Getum verið stolt af okkar verki í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. september 2019 07:00 Á morgun lýkur 42. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjórðu og síðustu reglubundnu lotunni sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur meðlimur. Ísland situr þó áfram í ráðinu til loka ársins og tekur þátt í öðrum störfum þess, s.s. fyrirtöku allsherjarúttekta á mannréttindamálum í einstökum ríkjum í nóvember. Þá er fulltrúi Íslands varaforseti ráðsins og áfram í nægu að snúast. Ísland og fulltrúar þess hafa með störfum sínum í ráðinu sýnt rækilega fram á að smáríki geta látið til sín taka í þágu mannréttinda hafi þau algild mannréttindi í forgrunni og sýni frumkvæði. Ég er ekki einn um þessa skoðun, virtustu mannréttindasamtök heimsins hafa ítrekað vakið athygli á frammistöðu Íslands og vinir okkar á Norðurlöndum hafa tekið í sama streng. Í mars síðastliðnum var Ísland í forystu 36 ríkja sem fluttu sameiginlega yfirlýsingu vegna mannréttindaástands í Sádi-Arabíu. Yfirlýsingunni var svo fylgt eftir í lotunni sem nú er að ljúka. Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um stöðuna í Sádi-Arabíu með svo afgerandi hætti í mannréttindaráðinu. Ekki vakti síður athygli þegar mannréttindaráðið samþykkti í júlí ályktun Íslands um mannréttindaástand á Filippseyjum. Um það mál, eins og frumkvæði okkar varðandi Sádi-Arabíu, hefur verið fjallað á innlendum og erlendum vettvangi með þeim hætti að fyllsta ástæða er fyrir okkur að bera höfuðið hátt. Átakanlegt var að hlusta á fulltrúa filippseysku kirkjunnar og ástvini þeirra sem hafa látist í svonefndu fíkniefnastríði filippseyskra stjórnvalda þegar þeir komu hingað til lands fyrir skemmstu. Full ástæða er til að óháð rannsókn fari fram á þessu máli. Ég hef gagnrýnt það sérstaklega að ríki á borð við Sádi-Arabíu hafa í gegnum tíðina sloppið við gagnrýni í mannréttindaráðinu á meðan önnur eru þar stöðugt undir smásjánni. Sem dæmi má nefna Ísrael. Ekkert ríki ætti að vera stikkfrí í þessum málum, en hins vegar má gera kröfu um að kjörin aðildarríki ráðsins gangi á undan með góðu fordæmi. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt um þessar mundir eru bæði Filippseyjar og Sádi-Arabía kjörnir fulltrúar í mannréttindaráðinu og nú lítur út fyrir að Venesúela verði kosið aftur í ráðið í október. Framganga þessara ríkja í mannréttindamálum sendir einfaldlega röng skilaboð. Mannréttindaráðið er ekki gallalaus stofnun, en einmitt þess vegna höfum við viljað stuðla að umbótum og hefur öll okkar framganga miðast við það. Mikil breidd í starfinu Önnur ályktun sem Ísland lagði fram ásamt fleiri ríkjum í sumar sneri að jöfnum launum karla og kvenna. Hún var samþykkt án atkvæðagreiðslu og voru meðflutningsríki ályktunarinnar á sjöunda tug. Við erum stolt af því að ályktun um kynjajafnréttistengd mál hafi náð fram að ganga. Þá er ástæða til að nefna að forsætisráðherra ávarpaði mannréttindaráðið í júnílotunni og fyrr á árinu tók félags- og barnamálaráðherra þátt í umræðum um málefni barna. Í byrjun þessa mánaðar kom svo hingað til lands í mínu boði sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks. Hann flutti bæði opinberan fyrirlestur og fundaði með fagfólki, s.s. á sviði heilbrigðismála, fulltrúum Samtakanna 78 og biskupi Íslands. Við metum nú góðar ábendingar hans um hvernig við getum gert enn betur hér heima í málefnum hinsegin fólks og um leið verið öflug rödd á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Allt þetta sýnir breidd þess starfs sem við höfum staðið fyrir á árinu. Við höfum komið víða við og látið til okkar taka en þó ætíð út frá skýrt afmarkaðri áætlun um að standa við þau fyrirheit sem við gáfum í upphafi. Við eigum eftir að gera betur upp setuna í mannréttindaráðinu en vilji minn stendur til þess að á næstu mánuðum fari fram upplýst umræða um framgöngu okkar og árangur, um mannréttindaráðið sem stofnun, og auðvitað um mannréttindi almennt. Með því getum við skerpt enn stefnu okkar í þessum efnum og byggt á henni til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun lýkur 42. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjórðu og síðustu reglubundnu lotunni sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur meðlimur. Ísland situr þó áfram í ráðinu til loka ársins og tekur þátt í öðrum störfum þess, s.s. fyrirtöku allsherjarúttekta á mannréttindamálum í einstökum ríkjum í nóvember. Þá er fulltrúi Íslands varaforseti ráðsins og áfram í nægu að snúast. Ísland og fulltrúar þess hafa með störfum sínum í ráðinu sýnt rækilega fram á að smáríki geta látið til sín taka í þágu mannréttinda hafi þau algild mannréttindi í forgrunni og sýni frumkvæði. Ég er ekki einn um þessa skoðun, virtustu mannréttindasamtök heimsins hafa ítrekað vakið athygli á frammistöðu Íslands og vinir okkar á Norðurlöndum hafa tekið í sama streng. Í mars síðastliðnum var Ísland í forystu 36 ríkja sem fluttu sameiginlega yfirlýsingu vegna mannréttindaástands í Sádi-Arabíu. Yfirlýsingunni var svo fylgt eftir í lotunni sem nú er að ljúka. Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um stöðuna í Sádi-Arabíu með svo afgerandi hætti í mannréttindaráðinu. Ekki vakti síður athygli þegar mannréttindaráðið samþykkti í júlí ályktun Íslands um mannréttindaástand á Filippseyjum. Um það mál, eins og frumkvæði okkar varðandi Sádi-Arabíu, hefur verið fjallað á innlendum og erlendum vettvangi með þeim hætti að fyllsta ástæða er fyrir okkur að bera höfuðið hátt. Átakanlegt var að hlusta á fulltrúa filippseysku kirkjunnar og ástvini þeirra sem hafa látist í svonefndu fíkniefnastríði filippseyskra stjórnvalda þegar þeir komu hingað til lands fyrir skemmstu. Full ástæða er til að óháð rannsókn fari fram á þessu máli. Ég hef gagnrýnt það sérstaklega að ríki á borð við Sádi-Arabíu hafa í gegnum tíðina sloppið við gagnrýni í mannréttindaráðinu á meðan önnur eru þar stöðugt undir smásjánni. Sem dæmi má nefna Ísrael. Ekkert ríki ætti að vera stikkfrí í þessum málum, en hins vegar má gera kröfu um að kjörin aðildarríki ráðsins gangi á undan með góðu fordæmi. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt um þessar mundir eru bæði Filippseyjar og Sádi-Arabía kjörnir fulltrúar í mannréttindaráðinu og nú lítur út fyrir að Venesúela verði kosið aftur í ráðið í október. Framganga þessara ríkja í mannréttindamálum sendir einfaldlega röng skilaboð. Mannréttindaráðið er ekki gallalaus stofnun, en einmitt þess vegna höfum við viljað stuðla að umbótum og hefur öll okkar framganga miðast við það. Mikil breidd í starfinu Önnur ályktun sem Ísland lagði fram ásamt fleiri ríkjum í sumar sneri að jöfnum launum karla og kvenna. Hún var samþykkt án atkvæðagreiðslu og voru meðflutningsríki ályktunarinnar á sjöunda tug. Við erum stolt af því að ályktun um kynjajafnréttistengd mál hafi náð fram að ganga. Þá er ástæða til að nefna að forsætisráðherra ávarpaði mannréttindaráðið í júnílotunni og fyrr á árinu tók félags- og barnamálaráðherra þátt í umræðum um málefni barna. Í byrjun þessa mánaðar kom svo hingað til lands í mínu boði sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks. Hann flutti bæði opinberan fyrirlestur og fundaði með fagfólki, s.s. á sviði heilbrigðismála, fulltrúum Samtakanna 78 og biskupi Íslands. Við metum nú góðar ábendingar hans um hvernig við getum gert enn betur hér heima í málefnum hinsegin fólks og um leið verið öflug rödd á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Allt þetta sýnir breidd þess starfs sem við höfum staðið fyrir á árinu. Við höfum komið víða við og látið til okkar taka en þó ætíð út frá skýrt afmarkaðri áætlun um að standa við þau fyrirheit sem við gáfum í upphafi. Við eigum eftir að gera betur upp setuna í mannréttindaráðinu en vilji minn stendur til þess að á næstu mánuðum fari fram upplýst umræða um framgöngu okkar og árangur, um mannréttindaráðið sem stofnun, og auðvitað um mannréttindi almennt. Með því getum við skerpt enn stefnu okkar í þessum efnum og byggt á henni til framtíðar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar