Nýjasta vonarstjarna Norðmanna vill líkjast Zlatan Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. september 2019 09:00 Næsti Zlatan? vísir/getty Erling Braut Håland stimplaði sig með látum inn á stærsta svið fótboltans á dögunum þegar hann skoraði þrennu fyrir RB Salzburg í Meistaradeild Evrópu. Håland lét hafa eftir sér í viðtali við TV2 að hans helsta fyrirmynd í boltanum væri sænski snillingurinn Zlatan Ibrahimovic sem hefur leikið með Ajax, AC Milan, Inter Milan, Juventus, Barcelona, PSG og Manchester United á stórkostlegum ferli sínum. „Hans ferill er mjög heillandi og mér líkar hvernig hann spilar. Fyrir mér er Zlatan aðalmaðurinn. Hann kemur frá Skandinavíu eins og ég og það verður einhver að taka við af honum,“ sagði Håland áður en hann lýsti yfir aðdáun sinni á enskum fótbolta. „Mig hefur dreymt um að spila fyrir stærstu félög heims frá því ég man eftir mér og ég er sérstaklega hrifinn af enska boltanum.“ Haaland hefur verið orðaður við Manchester United og ætti það ekki að koma á óvart þar sem hann þekkir knattspyrnustjóra Man Utd vel því Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde. „Hann hefur haft mikil áhrif á mitt líf, bæði sem persóna og sem þjálfari. Hann vann Meistaradeild Evrópu og var ótrúlega góður leikmaður. Hann kenndi mér mjög mikið. Solskjær er stórkostleg manneskja og mjög góður þjálfari. Hann er ein af ástæðunum fyrir minni framgöngu,“ segir Håland. Fótbolti Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn komst í hóp með Van Basten, Raúl og Rooney Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. 18. september 2019 13:00 Njósnarar Manchester United fylgdust með Håland gera mörkin þrjú Fjölmiðlar í Austurríki greina frá því að njósnari frá Manchester United hafi séð Norðmanninn unga og efnilega, Erling Braut Håland, fara á kostum í Meistaradeildinni í vikunni. 19. september 2019 08:00 Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga Erling Braut Håland er að slá í gegn í norska boltanum og mörg stórlið Evrópu renna hýru auga til kappans. Karl faðir hans gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni undir lok síðustu aldar. 10. júlí 2018 13:30 Sonur Hålands skoraði níu mörk í einum og sama leiknum á HM Norski framherjinn Erling Braut Håland setti met með níu mörkum gegn Hondúras í dag. 30. maí 2019 18:09 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Erling Braut Håland stimplaði sig með látum inn á stærsta svið fótboltans á dögunum þegar hann skoraði þrennu fyrir RB Salzburg í Meistaradeild Evrópu. Håland lét hafa eftir sér í viðtali við TV2 að hans helsta fyrirmynd í boltanum væri sænski snillingurinn Zlatan Ibrahimovic sem hefur leikið með Ajax, AC Milan, Inter Milan, Juventus, Barcelona, PSG og Manchester United á stórkostlegum ferli sínum. „Hans ferill er mjög heillandi og mér líkar hvernig hann spilar. Fyrir mér er Zlatan aðalmaðurinn. Hann kemur frá Skandinavíu eins og ég og það verður einhver að taka við af honum,“ sagði Håland áður en hann lýsti yfir aðdáun sinni á enskum fótbolta. „Mig hefur dreymt um að spila fyrir stærstu félög heims frá því ég man eftir mér og ég er sérstaklega hrifinn af enska boltanum.“ Haaland hefur verið orðaður við Manchester United og ætti það ekki að koma á óvart þar sem hann þekkir knattspyrnustjóra Man Utd vel því Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde. „Hann hefur haft mikil áhrif á mitt líf, bæði sem persóna og sem þjálfari. Hann vann Meistaradeild Evrópu og var ótrúlega góður leikmaður. Hann kenndi mér mjög mikið. Solskjær er stórkostleg manneskja og mjög góður þjálfari. Hann er ein af ástæðunum fyrir minni framgöngu,“ segir Håland.
Fótbolti Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn komst í hóp með Van Basten, Raúl og Rooney Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. 18. september 2019 13:00 Njósnarar Manchester United fylgdust með Håland gera mörkin þrjú Fjölmiðlar í Austurríki greina frá því að njósnari frá Manchester United hafi séð Norðmanninn unga og efnilega, Erling Braut Håland, fara á kostum í Meistaradeildinni í vikunni. 19. september 2019 08:00 Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga Erling Braut Håland er að slá í gegn í norska boltanum og mörg stórlið Evrópu renna hýru auga til kappans. Karl faðir hans gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni undir lok síðustu aldar. 10. júlí 2018 13:30 Sonur Hålands skoraði níu mörk í einum og sama leiknum á HM Norski framherjinn Erling Braut Håland setti met með níu mörkum gegn Hondúras í dag. 30. maí 2019 18:09 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Norðmaðurinn komst í hóp með Van Basten, Raúl og Rooney Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. 18. september 2019 13:00
Njósnarar Manchester United fylgdust með Håland gera mörkin þrjú Fjölmiðlar í Austurríki greina frá því að njósnari frá Manchester United hafi séð Norðmanninn unga og efnilega, Erling Braut Håland, fara á kostum í Meistaradeildinni í vikunni. 19. september 2019 08:00
Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga Erling Braut Håland er að slá í gegn í norska boltanum og mörg stórlið Evrópu renna hýru auga til kappans. Karl faðir hans gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni undir lok síðustu aldar. 10. júlí 2018 13:30
Sonur Hålands skoraði níu mörk í einum og sama leiknum á HM Norski framherjinn Erling Braut Håland setti met með níu mörkum gegn Hondúras í dag. 30. maí 2019 18:09