Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2019 11:24 Skúli Eggert ríkisendurskoðandi en þau Laufey Guðjónsdóttir hjá Kvikmyndamiðstöð og Magnús Geir Þórðarson hjá RUV mega vænta stjórnsýslúttekar á störfum stofnana sem þau veita forstöðu bráðlega. „Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði? Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru: Vatnajökulsþjóðgarður Endurgreiðslukerfi kvikmynda RÚV Lindarhvoll Stjórnsýsla dómstóla Nýting vegafjár Tryggingastofnun Ríkislögreglustjóri Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots. Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu. Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar. „Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Stjórnsýsla Ríkisútvarpið Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
„Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði? Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru: Vatnajökulsþjóðgarður Endurgreiðslukerfi kvikmynda RÚV Lindarhvoll Stjórnsýsla dómstóla Nýting vegafjár Tryggingastofnun Ríkislögreglustjóri Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots. Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu. Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar. „Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Stjórnsýsla Ríkisútvarpið Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36