Þú sagðir þetta Katrín Daníel Isebarn Ágústsson skrifar 23. september 2019 21:34 Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg. Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“ Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson: Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg. Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“ Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson: Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.Höfundur er lögmaður
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun