Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 19:06 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. Þetta kom fram í máli Lilju í svari hennar við fyrirspurn Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn hans laut meðal annars að gagnrýni Blaðamannafélagsins frá því fyrr á árinu og varðaði úrskurði fjölmiðlanefndar og álit nefndarinnar er varða umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist höfðu nefndinni á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Sú grein laganna kveður meðal annars á um að fjölmiðlar skuli „halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi.“Sjá einnig: Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar „Þetta var býsna beinskeytt gagnrýni sem endaði nú á því að Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd,“ sagði Kolbeinn á Alþingi í dag. Í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu á sínum tíma var til að mynda vísað til tveggja nýlegra álita nefndarinnar sem snúist hafi gagngert um vinnubrögð og fréttamat blaðamanna í einstökum málum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm„Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra ljósi þessarar alvarlegu gagnrýni hvort að ráðherra telji ástæðu til þess að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?“ spurði Kolbeinn. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra svaraði á þá leið að hún teldi vissulega vera tilefni til þess. „Er varðar fyrirspurn háttvirts þingmanns þá hef ég, já, í hyggju að endurskoða fjölmiðlalögin meðal annars vegna þessara ábendinga,“ sagði Lilja. „Að mínu viti er það mjög bagalegt að Blaðamannafélag Íslands og fjölmiðlanefnd hafi staðið í þessum deilum og segja má að það hafi dregið svolítið til tíðinda vegna þessa. Við þurfum að skýra, þurfum að hafa sama skilning og sömu nálgun á 26. greinina þannig að ég svara því játandi. Ég hef í hyggju að endurskoða þessi lög.“ Það sé meðal annars vegna þeirra hröðu breytinga sem séu að eiga sér stað á fjölmiðlamarkaði, meðal annars vegna tæknibreytinga. „Við þurfum að vera á tánum,“ sagði Lilja. Líkt og fjallað hefur verið um hyggst ráðherra einnig leggja fram frumvarp á næstunni sem meðal annars kveður á um beina ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla en afar skiptar skoðanir eru uppi um þau áform, ekki síður meðal þingmanna stjórnarflokkanna. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. Þetta kom fram í máli Lilju í svari hennar við fyrirspurn Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn hans laut meðal annars að gagnrýni Blaðamannafélagsins frá því fyrr á árinu og varðaði úrskurði fjölmiðlanefndar og álit nefndarinnar er varða umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist höfðu nefndinni á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Sú grein laganna kveður meðal annars á um að fjölmiðlar skuli „halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi.“Sjá einnig: Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar „Þetta var býsna beinskeytt gagnrýni sem endaði nú á því að Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd,“ sagði Kolbeinn á Alþingi í dag. Í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu á sínum tíma var til að mynda vísað til tveggja nýlegra álita nefndarinnar sem snúist hafi gagngert um vinnubrögð og fréttamat blaðamanna í einstökum málum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm„Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra ljósi þessarar alvarlegu gagnrýni hvort að ráðherra telji ástæðu til þess að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?“ spurði Kolbeinn. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra svaraði á þá leið að hún teldi vissulega vera tilefni til þess. „Er varðar fyrirspurn háttvirts þingmanns þá hef ég, já, í hyggju að endurskoða fjölmiðlalögin meðal annars vegna þessara ábendinga,“ sagði Lilja. „Að mínu viti er það mjög bagalegt að Blaðamannafélag Íslands og fjölmiðlanefnd hafi staðið í þessum deilum og segja má að það hafi dregið svolítið til tíðinda vegna þessa. Við þurfum að skýra, þurfum að hafa sama skilning og sömu nálgun á 26. greinina þannig að ég svara því játandi. Ég hef í hyggju að endurskoða þessi lög.“ Það sé meðal annars vegna þeirra hröðu breytinga sem séu að eiga sér stað á fjölmiðlamarkaði, meðal annars vegna tæknibreytinga. „Við þurfum að vera á tánum,“ sagði Lilja. Líkt og fjallað hefur verið um hyggst ráðherra einnig leggja fram frumvarp á næstunni sem meðal annars kveður á um beina ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla en afar skiptar skoðanir eru uppi um þau áform, ekki síður meðal þingmanna stjórnarflokkanna.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15
Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45