Kerfisbreyting í þágu barna Ásmundur Einar Daðason skrifar 23. september 2019 07:00 Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra. Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma. Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi. Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!Höfundur er félags- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra. Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma. Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi. Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!Höfundur er félags- og barnamálaráðherra
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun